Skipulags- og bygginganefnd
Dagskrá
1.Hamraendi 6-8 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer
Skipavík ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 6-8. Stærð hússins er 20 x 36,2 m eða samtals 732,2 m2 að grunnfleti. Birt stærð er 724 m2 og brúttórúmmál er 3.828 m2. Um er að ræða 12 bil, hvert um sig um 50 m2 að stærð að grunnfleti. Burðarvirki hússins er steinsteypa og límtré. Lóðin er 1.920 m2. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir frá W7 slf. dags. 22.02.2022.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum bygginga við Hamraenda nr. 1, 2, 3, 5 og 10 a-d, ásamt Hesteigendafélaginu Fákaborg. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísar nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
2.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025
Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer
Lögð eru fram til afgreiðslu Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar því að Umferðaröryggisáætlun liggi fyrir og geti farið að þjóna hlutverki sínu sem leiðbeinandi stoðgagn í ýmsum verkefnum á vegum bæjarins. Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti þessa áætlun.
3.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer
Lögð er fram til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.
Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.
Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.
Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.
Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og telur að hugmyndafræðin sem þar er kynnt, samræmist stefnu bæjarins um sjálfbærni, fjölbreytta og áhugaverða íbúðarkosti, hagkvæmni í landnýtingu, gatnahönnun sem tekur mið af umferðaröryggi, áherslu á gönguvænt umhverfi og aðgengi að frábærum útivistamöguleikum.
Af þeim þremur valkostum sem kynntir voru fyrir mögulega útfærslu á Borgarbrautar (6m gata með gangstétt öðru/báðum megin) og Bauluvík (5m, 5,5m, eða 6m gata með gangstétt öðru/báðum megin). Nefndin telur ákjósanlegast að Borgarbraut verði "tengibraut" með 2x3m akgreinum og 1,5m gangstéttum beggja vegna götu, sérstaklega þar sem gatan gæti orðið aðkomuleið baðaðstöðu sem skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir að rísi í Sundvík. Þá telur nefndin ákjósanlegt að Bauluvík verði "safngata" með 2x2,75 akgreinum og 1,5m gangstéttum báðum megin götu. Nefndin vill einnig að skoðaður verði möguleiki á að hafa gangstéttir meðfram Bauluvík í sömu hæð og gatan þ.e. malbikað með skýrri afmörkun milli götu og gangstígs og hvort til greina komi að nota vatnsrásir fyrir yfirborðsvatn á milli götu og gangstíga.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og leggur til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram með skipulagsráðgjafa að minniháttar breytingum fyrir auglýsingu.
Af þeim þremur valkostum sem kynntir voru fyrir mögulega útfærslu á Borgarbrautar (6m gata með gangstétt öðru/báðum megin) og Bauluvík (5m, 5,5m, eða 6m gata með gangstétt öðru/báðum megin). Nefndin telur ákjósanlegast að Borgarbraut verði "tengibraut" með 2x3m akgreinum og 1,5m gangstéttum beggja vegna götu, sérstaklega þar sem gatan gæti orðið aðkomuleið baðaðstöðu sem skv. aðalskipulagi er gert ráð fyrir að rísi í Sundvík. Þá telur nefndin ákjósanlegt að Bauluvík verði "safngata" með 2x2,75 akgreinum og 1,5m gangstéttum báðum megin götu. Nefndin vill einnig að skoðaður verði möguleiki á að hafa gangstéttir meðfram Bauluvík í sömu hæð og gatan þ.e. malbikað með skýrri afmörkun milli götu og gangstígs og hvort til greina komi að nota vatnsrásir fyrir yfirborðsvatn á milli götu og gangstíga.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi og leggur til við bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram með skipulagsráðgjafa að minniháttar breytingum fyrir auglýsingu.
4.Skipulag athafnasvæðis við Kallhamar og stækkun atvinnusvæðis við Hamraenda
Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagsforsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og nýrra deiliskipulagsáætlana fyrir svæðin. Tillögur þessar eru í samræmi við tillögu bæjarstjóra og afgreiðslur fastanefnda Stykkishólmsbæjar.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir Kallhamar og Hamraenda og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
5.Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar
6.Yfirferð sviðsstjóra
Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu mála sem sem eru í vinnslu og/eða í undirbúningi hjá sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 20:15.