Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

96. fundur 15. nóvember 2016 kl. 17:00 - 18:23 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður
  • Gunnlaugur Árnason aðalmaður
  • Ingibjörg Ágústdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Höskuldsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Hjörleifsson aðalmaður
  • Ragnheiður Óladóttir forstöðumaður amtsbókasafns
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður
Dagskrá

1.Safna- og menningarmálanefnd; Starfsemi bókasafnsins árin 2014 og 2015

Málsnúmer 1611046Vakta málsnúmer

1.
Ragnheiður Óladóttir forstöðumaður bókasafnsins gerði grein fyrir starfsemi bókasafnsins 2014 og 2015.

Safnkostur í lok október á þessu ári 2016 var 34.122 eintök (Bækur, tímarit, DVD, hljóðbækur ofl) þar af bækur 28.312. Í árslok 2015 var hann 33.563 eintök þar af 27.980 bækur og í árslok 2014 var hann 32.834 eintök, þar af bækur 27.529.

Útlán útlánuð gögn voru 9.428 árið 2013 en 8.748 árið 2014 og 7.542 árið 2015.

Umræður urðu á eftir um skýrslu Ragnheiðar Óladóttur bæði hvað varðar bókasafnið og ljósmyndasafnið og flutning Amtsbókasafnsins.
2. Siðareglur kynntar nefndarmönnum.

3. Norðurljósahátíð: mikil ánægja var með dagskrá og framkvæmd árið 2016.

4. Önnur mál

Staða Eldfjallasafns og Vatnasafns rædd.

Fundi slitið - kl. 18:23.

Getum við bætt efni síðunnar?