Sturla Böðvarsson bæjarstjóri fór lauslega yfir sögu bókasafnsins frá stofnun þess árið 1847. Stofnaður hefði verið vinnuhópur sem vann að undirbúningi vegna viðbyggingar við Grunnskóla Stykkishólms. Fjallaði hann um hönnun hússins og flutning í nýtt húsnæði þar sem aðstaða er fyrir sameinað skólabókasafn, Amtsbókasafn og ljósmyndasafn. Framkvæmdir eru á því stigi að komið er að því að flytja safnið fljótlega.
Farið var í vettvangsferð og nýja húsnæðið skoðað að Borgarbraut 6. Bent var á að passa þyrfti upp á sögu staðarins sem er merkileg. Einnig kom fram að jákvætt væri að hafa góða aðstöðu fyrir bókasafn og ljósmyndasafn og að hægt væri að nýta aðstöðuna í allt mögulegt og auka aðstöðu skólans.
Farið var í Grunnskólann og skoðað hvernig aðstaða skólans hefur breyst við flutning skólabókasafns, fleiri fermetrar eru til umráða í skólanum fyrir önnur verkefni. Jákvætt hvað aðstaða skóla batnar með tilkomu nýju viðbyggingarinnar (Amtsbókasafnsins).
Bæjarstjóri benti á að hægt er að vera í sambandi við Nönnu Guðmundsdóttir, bókavörð, varðandi frekari hugmyndavinnu.
Farið var í vettvangsferð og nýja húsnæðið skoðað að Borgarbraut 6.
Bent var á að passa þyrfti upp á sögu staðarins sem er merkileg. Einnig kom fram að jákvætt væri að hafa góða aðstöðu fyrir bókasafn og ljósmyndasafn og að hægt væri að nýta aðstöðuna í allt mögulegt og auka aðstöðu skólans.
Farið var í Grunnskólann og skoðað hvernig aðstaða skólans hefur breyst við flutning skólabókasafns, fleiri fermetrar eru til umráða í skólanum fyrir önnur verkefni. Jákvætt hvað aðstaða skóla batnar með tilkomu nýju viðbyggingarinnar (Amtsbókasafnsins).
Bæjarstjóri benti á að hægt er að vera í sambandi við Nönnu Guðmundsdóttir, bókavörð, varðandi frekari hugmyndavinnu.