Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

102. fundur 24. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:30 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Nefndarmenn
  • Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður
  • Gunnlaugur Árnason aðalmaður
  • Ingibjörg Ágústdóttir aðalmaður
  • Bjarki Hjörleifsson aðalmaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður
Dagskrá

1.Málefni Amtsbókasafns að Borgarbraut 6a

Málsnúmer 1801036Vakta málsnúmer

Farið var yfir útlánareglur.

Aðgangseyri, útlán og skil, meðferð á safnefni, skráningu á netföngum, lykilorð.

Nefndin leggur til að eitt gjald verði innheimt fyrir heimili, eins og verið hefur.
Farið var yfir viðbætur við gjaldskrá:
Hámarkssekt á gagn: 700 kr.
Hámarkssekt á einstakling 7.000 kr.
Viðmiðunargjald fyrir glötuð gögn og gögn sem skemmast í meðförum lánþega:
Bækur og hljóðbækur: 3.000 kr.
Mynddiskar 2.500 kr.
Tímarit 200 kr.

Opnunartími:
Farið var yfir tillögu að opnunartíma sem yrði til reynslu fram á vorið. Opið verður mánudaga til fimmtudaga og opið 1 laugardag í mánuði.

Þrif: Ráðinn verður einstaklingur í þrif á húsnæðinu, sem heyrir undir Grunnskólann.

Bókakaup: Forstöðumaður bókasafnsins sér um bókakaup.

Opið hús: Um leið og opið hús verði auglýst verði minnt á ?Facebook? síðu safnsins og opnunartími tekinn fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?