Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Skipulagsnefnd - 7
2.Hafnarstjórn (SH) - 2
3.Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8
4.Lóðarumsókn - Nesvegur 12
Málsnúmer 2005040Vakta málsnúmer
Lagðar fram umsóknir Örnu Daggar Hjaltalín, Kristjáns Sveinssonar og Kontiki ehf. um lóðina að Nesvegi 12 í Stykkishólmi. Um er að ræða Iðnaðar- og athafnalóð, skipulagssvæðið er hluti af hafnarsvæðinu við Skipavík vestan við Nesveginn.
Bæjarráð vísaði umsóknum til bæjarstjórnar þar sem dregið skal um hver fær lóðinni úthlutað, sbr. gr. 1.1. reglna um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Bæjarráð vísaði umsóknum til bæjarstjórnar þar sem dregið skal um hver fær lóðinni úthlutað, sbr. gr. 1.1. reglna um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Dregið var um úthlutun lóðar á milli eftitalina: Arna Dögg Hjaltalín, Kristján Sveinsson og Kontiki ehf.
Út var dregin Kristján Sveinsson
Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Nesvegi 12 til Kristjáns Sveinssonar
Út var dregin Kristján Sveinsson
Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Nesvegi 12 til Kristjáns Sveinssonar
5.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð Breiðafjarðarnefndar nr. 210, frá 6. desember 2022. og fundargerð nr. 211, frá 17. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 27. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf til allra sveitarstjórna frá kjörnefnd lánasjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf til allra sveitarstjórna vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
8.Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu
Málsnúmer 2302025Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu sem liggur nú frammi í samráðsgátt stjórnvalda. Lagt er til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra, í samráði við landbúnaðarnefnd, að senda inn umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland telji fulltrúar í landbúnaðarnefnd ástæðu til þess.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
9.Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2023-2027 (Earth Check)
Málsnúmer 2301034Vakta málsnúmer
Lögð fram til samþykktar framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2023-2027, vegna umhverfisvottunar fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi samkvæmt staðli EarthCheck fyrir samfélög.
Á 8. fundi sínum samþykkti bæjarráð framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2023-2027 og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Á 8. fundi sínum samþykkti bæjarráð framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2023-2027 og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2023-2027.
10.Húsnæðisáætlun 2023
Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun fyrir árið 2023. Bæjarstjórn samþykkti húsnæðisáætlun fyrir 2023 á 9. fundi sínum og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 8. fundi sínum, húsnæðisáætlun fyrir árið 2023 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarráð samþykkti, á 8. fundi sínum, húsnæðisáætlun fyrir árið 2023 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun fyrir árið 2023.
11.Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Lögð er fram ósk Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær -reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Á 8. fundi sínum samþykkti bæjarráð erindið og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram, þ.m.t. að útfærslu þess. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Á 8. fundi sínum samþykkti bæjarráð erindið og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram, þ.m.t. að útfærslu þess. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Til máls tóku:HH og KH
Bókun:
Undirrituð fagna því að óskað sé eftir breytingu á aðalskipulagi á Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 og 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Við teljum að hótel með tilheyrandi þjónustu og íbúðir verði til mikillar prýði í hjarta bæjarins og við hafnarsvæðið. Með slíkri breytingu færist meira líf í miðbæinn og skapar fjölbreytni í ferðaþjónustu. Okkur er einnig mjög umhugað um atvinnulífið í sveitarfélaginu og eflingu þess. Við þessa breytingu mun störfum fjölga og án þess að sveitarfélagið leggi í það kostnað.
Undirrituð benda á að málið var lagt fram til kynningar í skipulagsnefnd og hefur því ekki hlotið afgreiðslu nefndarinnar. Undirrituð eru samþykk því að skipulagsnefnd vinni málið áfram ásamt skipulagsfulltrúa.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Ragnarsson
Kristján Hildibrandsson
Til máls tóku:HH og KH
Bókun:
Undirrituð fagna því að óskað sé eftir breytingu á aðalskipulagi á Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 og 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Við teljum að hótel með tilheyrandi þjónustu og íbúðir verði til mikillar prýði í hjarta bæjarins og við hafnarsvæðið. Með slíkri breytingu færist meira líf í miðbæinn og skapar fjölbreytni í ferðaþjónustu. Okkur er einnig mjög umhugað um atvinnulífið í sveitarfélaginu og eflingu þess. Við þessa breytingu mun störfum fjölga og án þess að sveitarfélagið leggi í það kostnað.
Undirrituð benda á að málið var lagt fram til kynningar í skipulagsnefnd og hefur því ekki hlotið afgreiðslu nefndarinnar. Undirrituð eru samþykk því að skipulagsnefnd vinni málið áfram ásamt skipulagsfulltrúa.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Ragnarsson
Kristján Hildibrandsson
12.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis
Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer
Lögð fram vinnslutillaga fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík.
Á 2. fundi sínum þann 9. febrúar sl., samþykkti hafnarstjórn fyrir sitt leyti fyrirliggjandi skipulagsuppdrátt vinnslutillögu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík, með fyrirvara um jákvæð viðbrögð lóðarhafa Nesvegar 22a vegna tillögu um færslu á lóð félagsins.
Hafnarstjórn staðfesti jafnframt fyrir sitt leyti að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og greinargerð með vinnslutillögu deiliskipulags verði uppfærð til samræmis við skipulagsuppdrátt vinnslutillögu deiliskipulagsins og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem útfærir vinnslutillöguna nánar, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hafnarstjórn fór fram á að fá tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagstillöguna aftur til afgreiðslu að lokinni auglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 7. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum og í áframhaldandi samtali við lóðarhafa. Nefndin lagði jafnframt til að fallið yrði frá breytingu á aðalskipulagi þar sem vinnslutillagan er nú í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022, með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar vegna bátasýningar Skipavíkur.
Í samræmi við þau áform sem endurspeglast vinnslutillögu er til viðbótar er lögð fram drög að viljayfirlýsingu um skipti á lóðum til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkti, á 8. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar með áorðnum breytingum. Jafnframt samþykkti bæjarráð viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum.
Lagt er til að bæjarstjórn staðfesti afgreiðslur hafnarstjórnar, skipulagsnefndar og bæjarráðs með þeirri breytingu að bæjarráði verði falið fullnaðarumboð til þess að ganga frá og samþykkja viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum, sbr. fyrirliggjandi drög, þegar minnisblað Landslaga vegna málsins liggur fyrir.
Á 2. fundi sínum þann 9. febrúar sl., samþykkti hafnarstjórn fyrir sitt leyti fyrirliggjandi skipulagsuppdrátt vinnslutillögu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík, með fyrirvara um jákvæð viðbrögð lóðarhafa Nesvegar 22a vegna tillögu um færslu á lóð félagsins.
Hafnarstjórn staðfesti jafnframt fyrir sitt leyti að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og greinargerð með vinnslutillögu deiliskipulags verði uppfærð til samræmis við skipulagsuppdrátt vinnslutillögu deiliskipulagsins og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem útfærir vinnslutillöguna nánar, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hafnarstjórn fór fram á að fá tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagstillöguna aftur til afgreiðslu að lokinni auglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 7. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum og í áframhaldandi samtali við lóðarhafa. Nefndin lagði jafnframt til að fallið yrði frá breytingu á aðalskipulagi þar sem vinnslutillagan er nú í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022, með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar vegna bátasýningar Skipavíkur.
Í samræmi við þau áform sem endurspeglast vinnslutillögu er til viðbótar er lögð fram drög að viljayfirlýsingu um skipti á lóðum til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkti, á 8. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar með áorðnum breytingum. Jafnframt samþykkti bæjarráð viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum.
Lagt er til að bæjarstjórn staðfesti afgreiðslur hafnarstjórnar, skipulagsnefndar og bæjarráðs með þeirri breytingu að bæjarráði verði falið fullnaðarumboð til þess að ganga frá og samþykkja viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum, sbr. fyrirliggjandi drög, þegar minnisblað Landslaga vegna málsins liggur fyrir.
Forseti gerir grein fyrir því að greitt verði atkvæði um fyrirliggjandi tillögu í tvennu lagi í samræmi við beiðni Í-lista:
Staðfestinga afgreiðslna fastanefnda:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur skipulagsnefndar og bæjarráðs, að viljayfirlýsingu frátalinni.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslurnar samhljóða.
Fullnaðarumboð vegna viljayfirlýsingar:
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarumboð til þess að ganga frá og samþykkja viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum, sbr. fyrirliggjandi drög, þegar minnisblað Landslaga vegna málsins liggur fyrir.
Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum H-lista gegn 3 atkvæðum Í-lista.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
Staðfestinga afgreiðslna fastanefnda:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur skipulagsnefndar og bæjarráðs, að viljayfirlýsingu frátalinni.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslurnar samhljóða.
Fullnaðarumboð vegna viljayfirlýsingar:
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarumboð til þess að ganga frá og samþykkja viljayfirlýsingu vegna skipta á lóðum, sbr. fyrirliggjandi drög, þegar minnisblað Landslaga vegna málsins liggur fyrir.
Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum H-lista gegn 3 atkvæðum Í-lista.
Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR
13.Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagna
Málsnúmer 2302026Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Mílu ehf. um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagna á Laufásvegi, Aðalgötu, Ægisgötu, Tangagötu, Austurgötu, Smiðjustíg, Víkurgötu, Skúlagötu og Súgandiseyjargötu, sbr. fyrirliggjandi lagnateikning frá Mílu.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdarleyfið verði samþykkt með því skilyrði að allur frágangur og jarðrask verði gert í samráði við sveitarfélagið.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdarleyfið verði samþykkt með því skilyrði að allur frágangur og jarðrask verði gert í samráði við sveitarfélagið.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.
14.Samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega ábyrgð og kjarasamningsumboðs
Málsnúmer 2302027Vakta málsnúmer
Lögð fram ítrekun frá Samband íslenskra sveitarfélagavegna vegna undirritunar á samkomulagi um sameiginlega ábyrgð og kjarasamningsumboðs, ásamt tillögu sem unnin er af Attentus í samráði við kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á þeim grunni er lögð fram eftirfarandi tillaga fyrir bæjarstjórn til samþykktar í samræmi við fyrirliggjandi gögn:
Umboð til kjarasamningsgerðar f.h. sveitarfélagsins og stofnana þess er alfarið á forræði bæjarstjórnar. Bæjarstjórn hefur ein heimild til framsals á framangreindu samningsumboði til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með kjarasamningsgerð f.h. sveitarfélagsins skv. samþykktu umboði.
Bæjarstjórn felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem fer með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélagsins og stofnana, umboð til kjarasamningsgerðar sveitarfélags og hlutaðeigandi stofnana þess, líkt og verið hefur hjá sveitarfélaginu í heild. Á fyrirliggjandi samningsumboði sveitarfélagsins eru engar undanþágur. Þá felur bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins.
Að öðru leyti er vísað til fyrirliggjandi gagna sem bæjarstjórn staðfestir og tekur undir. Bæjarstjóra er falið að ganga frá málinu og rita undir fyrirliggjandi gögn.
Umboð til kjarasamningsgerðar f.h. sveitarfélagsins og stofnana þess er alfarið á forræði bæjarstjórnar. Bæjarstjórn hefur ein heimild til framsals á framangreindu samningsumboði til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með kjarasamningsgerð f.h. sveitarfélagsins skv. samþykktu umboði.
Bæjarstjórn felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem fer með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélagsins og stofnana, umboð til kjarasamningsgerðar sveitarfélags og hlutaðeigandi stofnana þess, líkt og verið hefur hjá sveitarfélaginu í heild. Á fyrirliggjandi samningsumboði sveitarfélagsins eru engar undanþágur. Þá felur bæjarstjórn bæjarráði fullnaðarumboð til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins.
Að öðru leyti er vísað til fyrirliggjandi gagna sem bæjarstjórn staðfestir og tekur undir. Bæjarstjóra er falið að ganga frá málinu og rita undir fyrirliggjandi gögn.
Forseti gerir grein fyrir því að samkvæmt beiðni Í-lista þar um þá muni fyrirliggjandi tillögu verða breytt þannig að greidd verði atkvæði sérstaklega um fullnaðarumboð til bæjarráðs til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins og undirtektir og staðfestingu á fyrirliggjandi gögnum.
Tillaga um umboð til kjarasamningsgerðar án tillögu um fullnaðarumsboð til bæjarráðs og staðfestingar fyrirliggjandi gagna:
Umboð til kjarasamningsgerðar f.h. sveitarfélagsins og stofnana þess er alfarið á forræði bæjarstjórnar. Bæjarstjórn hefur ein heimild til framsals á framangreindu samningsumboði til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með kjarasamningsgerð f.h. sveitarfélagsins skv. samþykktu umboði.
Bæjarstjórn felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem fer með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélagsins og stofnana, umboð til kjarasamningsgerðar sveitarfélags og hlutaðeigandi stofnana þess, líkt og verið hefur hjá sveitarfélaginu í heild. Á fyrirliggjandi samningsumboði sveitarfélagsins eru engar undanþágur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Tillaga um fullnaðarumboð vegna stofnanasamnings og staðfesting og undirtektir vegna annarra gagna:
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarumboð til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins.
Varðandi báðar tillögur þá vísar bæjarstjórn að öðru leyti til fyrirliggjandi gagna sem bæjarstjórn staðfestir og tekur undir.
Bæjarstjóra er falið að ganga frá málinu og rita undir fyrirliggjandi gögn í samræmi við afgreiðslur þessar.
Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum H-lista, þrír fulltrúar Í-lista sitja hjá.
Til máls tóku:HH og RHS
Bókun:
Undirrituð samþykkja umboð til Sambandsins að fara í kjarasamninga fyrir hönd starfsmanna Sveitarfélagsins en að öðru leiti teljum við að málið ætti að fá frekari umfjöllun í bæjarráði.
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Kristján Hildibrandsson
Tillaga um umboð til kjarasamningsgerðar án tillögu um fullnaðarumsboð til bæjarráðs og staðfestingar fyrirliggjandi gagna:
Umboð til kjarasamningsgerðar f.h. sveitarfélagsins og stofnana þess er alfarið á forræði bæjarstjórnar. Bæjarstjórn hefur ein heimild til framsals á framangreindu samningsumboði til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með kjarasamningsgerð f.h. sveitarfélagsins skv. samþykktu umboði.
Bæjarstjórn felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem fer með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélagsins og stofnana, umboð til kjarasamningsgerðar sveitarfélags og hlutaðeigandi stofnana þess, líkt og verið hefur hjá sveitarfélaginu í heild. Á fyrirliggjandi samningsumboði sveitarfélagsins eru engar undanþágur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Tillaga um fullnaðarumboð vegna stofnanasamnings og staðfesting og undirtektir vegna annarra gagna:
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarumboð til endurskoðunar og ákvörðunartöku á stofnanasamningum stofnana sveitarfélagsins.
Varðandi báðar tillögur þá vísar bæjarstjórn að öðru leyti til fyrirliggjandi gagna sem bæjarstjórn staðfestir og tekur undir.
Bæjarstjóra er falið að ganga frá málinu og rita undir fyrirliggjandi gögn í samræmi við afgreiðslur þessar.
Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum H-lista, þrír fulltrúar Í-lista sitja hjá.
Til máls tóku:HH og RHS
Bókun:
Undirrituð samþykkja umboð til Sambandsins að fara í kjarasamninga fyrir hönd starfsmanna Sveitarfélagsins en að öðru leiti teljum við að málið ætti að fá frekari umfjöllun í bæjarráði.
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Kristján Hildibrandsson
15.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Minnispunktar bæjarstjóra lagðir fram.
Tekið var smá fundarhlé vegna tæknilegra örðugleika.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundi slitið - kl. 18:47.