Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

12. fundur 18. mars 2021 kl. 15:00 - 16:00 á kaffistofu Ráðhússins
Nefndarmenn
  • Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sæmundarreitur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2102029Vakta málsnúmer

Sótt er um stækkun viðbyggingar á áður samþykku erindi frá því í júní 2018.
Húsið er byggt árið 1900 og var áður staðsett á Laugavegi 27-b í Reykjavík og verður flutt á lóðina Sæmundarreit nr. 8 í Stykkishólmi.
Með erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 03.06.2018 en búið er að uppfæra uppdrætti miðað við breytt númer lóðar og fleira.

Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en húsið nýtur friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laganna.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggi fyrir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar á breytingunni, dags. 12.03.2021, og á fundi sínum þann 15.03.2021 tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í erindið.
Í ljósi þess að umsögn Minjastofnunar Íslands um erindið liggur fyrir, og að skipulagsnefnd Stykkishólmsbæjar hefur fjallað um málið eru byggingaráform samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?