Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

32. fundur 29. janúar 2024 kl. 10:00 - 11:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Fannar Þór Þorfinnsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Nestún 9A - Flokkur 2,

Málsnúmer 2401032Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson sækir um fyrir hönd eiganda að Nestúni 9a um leyfi fyrir gönguhurð frá bílskúr samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá W7 dagsettum 20.01.2024.
samkvæmt grein 2.3.4 í byggingarreglugerð skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarheimild/leyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Til að breyting á mannvirki geti ekki talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Þar sem Nestún 9a er innsta húsið botnlanga ásamt því að sú hlið sem sótt er um að koma útidyrahurð fyrir snýr í átt að Nesvegi og mön liggur meðfram Nesvegi að lóðarmörkum Nestúns 9a er það mat byggingarfulltrúa að um óverulega breytingu sé að ræða.

Byggingarfulltrúi samþykkir því umsóknina.

2.Lágholt 10 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2401028Vakta málsnúmer

Kristjón Daðason sækir um leyfi til að breyta bílskúr við Lágholt 10 í herbergi ásamt því að fjarlægja bílskúrshurð og setja glugga í staðinn og stækka hurð á bakhlið.
samkvæmt grein 2.3.4 í byggingarreglugerð skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarheimild/leyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Til að breyting á mannvirki geti ekki talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Byggingarfulltrúi telur að breytingin sé óveruleg og samþykkir áformin.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vatnsás 18 - Flokkur 2,

Málsnúmer 2310007Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir að öðru sinni umsókn golfklúbbsins Mostra vegna breytinga á golfskála og viðbyggingar við hann samkvæmt uppdráttum frá W7, dags 05.10.2023.



Á 30 afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu í skipulagsnefnd þar sem ekki lág fyrir deiliskipulag.



Á 15 Skipulagsnefndarfundi samþykkti nefndin framlögð byggingaráform.



Á 16 fundi bæjarráð staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana, bæjarstjórn staðfesti bókun bæjarráðs.
Byggingaráform samþykkt, byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr.1.3.2 í byggingarreglugerð, byggingarheimild verður veitt að uppfylltum skilyrðum gr.2.3.8 í byggingarreglugerð.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Helgafell - Flokkur 1,

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að öðru sinni umsókn Jóhönnu Kristínar Hjartardóttur sem sækir um leyfi fyrir byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells ásamt stofnun nýrra lóða samhliða því. Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd. Samkvæmt Aðalskipuagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum sem eru 10 ha eða stærri. Fjöldi þegar byggðra stakra frístundahúsa dregst frá heimildinni. Húsin verða að standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum og mælst til þess að þau séu í nágrenni við hvort annað. Framkvæmdir eru deiliskipulagsskyldar. Helgafell er 94 ha jörð. Fyrir eru tvö íbúðarhús og lóðir fyrir þrjú frístundahús. Á 15. fundi sínum gerði skipulagsnefnd ekki athugasemd við umsókn Jóhönnu Hjartardóttur um byggingu þriggja frístundahúsa í landi Helgafells í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að stofnuð verði lóð. Horfir skipulagsnefnd meðal annars til afgreiðslu 1. fundar dreifbýlisráðs og til þess að fyrir liggur undirritað skjal frá öllum hagaðilum á svæðinu sem samþykkja áformin. Horfir skipulagsnefnd einnig til afgreiðslu 15. fundar bæjarstjórnar vegna sambærilegs máls við Lyngholt í landi Helgafells sem var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Telur skipulagsnefnd ekki forsendur til þess að fara gegn þeirri stefnumörkun bæjarstjórnar og bókun dreifbýlisráðs. Á þessum grunni vísar skipulagsnefnd erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa. Afgreiðsla 15. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar. Á 16. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til bæjarrás. Bæjarráð samþykkti, á 17. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Byggingaráform eru samþykkt, fyrir liggur umsögn frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr.2.4.4 í byggingarreglugerð og uppfylltum skilyrðum frá umsagnaraðilum.

5.Umsókn um niðurrif - Borgarland

Málsnúmer 2311022Vakta málsnúmer

Ásta Sigurðardóttir sækir um niðurrifsleyfi vegna vörugeymslu í Borgarlandi.
Byggingaráform samþykkt, umsóknin fellur undir umfangsflokk 1 skv gr.1.3.2 í byggingarreglugerð, byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum gr.2.3.8 í byggingarreglugerð.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni síðunnar?