Fara í efni

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH)

1. fundur 21. nóvember 2022 kl. 18:00 - 19:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Birta Antonsdóttir formaður
  • Gísli Pálsson aðalmaður
  • Rebekka Sóley Hjaltalín aðalmaður
  • Gunnlaugur Smárason varamaður
  • Gerður Silja Kristjánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Birta Antonsdóttir formaður
Dagskrá

1.Erindisbréf Æskulýðs-og íþróttanefndar

Málsnúmer 1902044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindisbréf æskulýðs- og íþróttanefndar.
Lagt fram til kynningar erindisbréf æskulýðs og íþróttanefndar. Jakob Björgvin fór yfir erindisbréf æskulýðs- og íþróttanefndur og kynnti fyrir nefndarmönnum.

2.Íþróttastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins. Þó nokkur vinna var lögð í málið af fyrri nefnd og af Magnúsi Inga. Nefndin stefnir á að halda áfram með þá vinnu.

3.Starfsemi íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 2011041Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar gerir grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og viðhaldi við íþróttamiðstöð ásamt því að fara yfir starfsemina.
Frestað til næsta fundar

4.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lögð fram til kynningar.
Nefndin telur brýnt að halda áfram að vinna að verkefnum sem liggja fyrir úr umferðaröryggisáætlun.

Brýn nauðsyn er að bæta lýsingar við gangbrautir og telur nefndin að það atriði ætti að vera ofar á forgangslista skýrslunnar. Börn eru gjarnan ill sjáanleg á ferðinni í umferðinni og oft á töluverðum hraða t.d á reiðhjóli eða rafmagnshlaupahjóli. Mikilvægt er að þessar úrbætur verði gerðar hið snarasta til þess að forðast slys.

5.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis

Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþvóttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.

Bæjarráð vísaði skýrslunni til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmanafélaginu Snæfell og Golfklúbbsins Mostra.
Nefndin fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið og var skýrslunni mjög vel tekið af nefndarmönnum.

Ein athugasemd kom fram um það hvort gera þyrfti ráð fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla, þar sem þeim fer ört fjölgandi í samfélaginu og ekki er æskilegt að nýta tenglana fyrir ferðavagnana til þess að hlaða bíla.

6.Kosning varaformanns og ritara

Málsnúmer 2211039Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi skal nefndin kjósa sér varaformann og ritara.
Æskulýðs- og íþróttanefnd kýs Gunnhildi Gunnarsdóttur sem ritara og Gísla Pálsson sem varaformann.

7.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Fjárhagsætlun samþykkt án athugasemda.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?