Fara í efni

Birkilundur 27 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212018

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 6. fundur - 12.01.2023

Arnar Geir yfirgefur fund.
Lögð fram til afgreiðslu umsókn Hafnargata ehf. fyrir stækkun á frístundarhúsi við Birkilund 27 ásamt innanhúss breytingum skv. aðaluppdrætti dags. 18.12.2022. Húsið er skráð 33,m2 og verður eftir stækkun 68,4m2. Stækkunin er á steyptum staurum og meginburðarvirki hússins er timbur.

Lóðarmörk eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi uppdrætti eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag en þau eru teiknuð með hliðsjón af tillögu að breytingu á deiliskipulagi frá 2006. Staðsetning stækkunarinnar er einnig að hluta til innan við 10 m frá lóðarmörkum og því ekki í samræmi við gr.5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Til stendur að halda áfram með deiliskipulagsgerðina þegar félag lóðarhafa og eigenda hefur verið stofnað (sjá mál 2209002 og afgreiðslur skipulagnefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar frá september 2022).

Þar sem ekkert er kveðið á um byggingarmagn í gildandi deiliskipulagi frá 1984, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd hafnar umsókn Hafnargötu ehf. um stækkun á frístundahúsi þar sem staðsetning hússins er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og gr. 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lögð fram umsókn Hafnargata ehf. fyrir stækkun á frístundarhúsi við Birkilund 27 ásamt innanhúss breytingum skv. aðaluppdrætti dags. 18.12.2022. Húsið er skráð 33,m2 og verður eftir stækkun 68,4m2. Stækkunin er á steyptum staurum og meginburðarvirki hússins er timbur. Þar sem ekkert er kveðið á um byggingarmagn í gildandi deiliskipulagi frá 1984, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd hafnaði, á 6. fundi sínum, umsókn Hafnargötu ehf. um stækkun á frístundahúsi þar sem staðsetning hússins er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og gr. 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Einnig eru lagðar fram frekari upplýsingar um málið.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Lögð fram umsókn Hafnargata ehf. fyrir stækkun á frístundarhúsi við Birkilund 27 ásamt innanhúss breytingum skv. aðaluppdrætti dags. 18.12.2022. Húsið er skráð 33,m2 og verður eftir stækkun 68,4m2. Stækkunin er á steyptum staurum og meginburðarvirki hússins er timbur. Þar sem ekkert er kveðið á um byggingarmagn í gildandi deiliskipulagi frá 1984, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd hafnaði, á 6. fundi sínum, umsókn Hafnargötu ehf. um stækkun á frístundahúsi þar sem staðsetning hússins er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og gr. 5.3.2.12 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Einnig eru lagðar fram frekari upplýsingar um málið.

Bæjarráð staðfesti, á 7. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?