Matvælasjóður - opið fyrir umsóknir
Málsnúmer 2009031
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 4. fundur - 10.09.2020
Nýstofnaður Matvælasjóður hefur opnað fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til 21. september nk. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Ráðstöfunarfé Matvælasjóðs samanstendur af fjárveitingu af fjárlögum hverju sinni og öðrum tekjum eftir því sem þeim er til að dreifa.
Frekari upplýsingar er að finna á: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/matvaeli-og-matvaelaoryggi/matvaelasjodur/
Frekari upplýsingar er að finna á: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/matvaeli-og-matvaelaoryggi/matvaelasjodur/
Athygli er vakin á að atvinnuráðgjafar SSV eru reiðubúnir til að aðstoða við að útbúa umsóknir og fylla út eyðublöð, en einnig er hægt að afla upplýsinga um sjóðinn hjá Ragnhildi Sigurðardóttur, framkvæmdarstjóra Svæðisgarðsins Snæfellsness.