Brottfall heimildar ráðherra til úthlutunar á skel- og rækjubótum
Málsnúmer 2009022
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 4. fundur - 10.09.2020
Í 8. gr. laga nr. 116/2016 um stjórn fiskveiða er tiltekið að taka skuli frá 5,3% aflamagns fyrir úthlutun aflamarks til aflahlutdeildarhafa. Þessu frátekna aflamagni skal ráðstafað til ýmissa þarfa, m.a. til að mæta óvæntum áföllum.
Í apríl 2019 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfshóp til að endurskoða meðferð og ráðstöfun þessara aflaheimilda. Starfshópurinn skilaði skýrslu til ráðherra þann 18. febrúar 2020 þar sem m.a. er lagt til að gert verði upp við handhafa skel- og rækjubóta og þær aflaheimildir renni í varasjóð til að bregðast við óvæntum áföllum í sjávarbyggðum.
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd er lögð fram drög að frumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, sem snertir atvinnu- og byggðakvóta o.fl. Þar er m.a. lagt til að heimild ráðherra til að ráðstafa tilteknu aflamagni í skel- og rækjubætur falli brott en að það aflamagn renni í varasjóð vegna óvæntra áfalla. Lagt er til að þetta verði gert í skrefum á tveggja ára tímabili til að veita handhöfum skel- og rækjubóta tíma til aðlögunar.
Formaður nefndarinnar gerir grein fyrir því tjóni sem fyrirtæki á svæðinu sem fengið hafa þessar bætur verða fyrir, verði frumvarpsdrögin óbreytt að lögum. Þessi fyrirtæki hafa árlega fengið bætur í formi aflaheimilda til að milda tjón sem varð þegar heimildir þeirra til skelfiskveiða urðu að engu við eyðingu skelfiskstofnsins.
Í apríl 2019 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfshóp til að endurskoða meðferð og ráðstöfun þessara aflaheimilda. Starfshópurinn skilaði skýrslu til ráðherra þann 18. febrúar 2020 þar sem m.a. er lagt til að gert verði upp við handhafa skel- og rækjubóta og þær aflaheimildir renni í varasjóð til að bregðast við óvæntum áföllum í sjávarbyggðum.
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd er lögð fram drög að frumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, sem snertir atvinnu- og byggðakvóta o.fl. Þar er m.a. lagt til að heimild ráðherra til að ráðstafa tilteknu aflamagni í skel- og rækjubætur falli brott en að það aflamagn renni í varasjóð vegna óvæntra áfalla. Lagt er til að þetta verði gert í skrefum á tveggja ára tímabili til að veita handhöfum skel- og rækjubóta tíma til aðlögunar.
Formaður nefndarinnar gerir grein fyrir því tjóni sem fyrirtæki á svæðinu sem fengið hafa þessar bætur verða fyrir, verði frumvarpsdrögin óbreytt að lögum. Þessi fyrirtæki hafa árlega fengið bætur í formi aflaheimilda til að milda tjón sem varð þegar heimildir þeirra til skelfiskveiða urðu að engu við eyðingu skelfiskstofnsins.
Það blasir við að um er að ræða mikilvægt hagsmunamál fyrir atvinnulífið og fyrirtækin öll sem reka útgerð og fiskvinnslu og nýta þær aflaheimildir sem hafa fylgt skelbótunum. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir fullkominni andstöðu gagnvart þeim áformum sem felast í frumvarpinu sem með litlum fyrirvara gerir ráð fyrir að svipta útgerðirnar aflaheimildum og þar með skerða verulega rekstrargrundvöll fyrirtækjanna. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn til þess að beina ályktunum sínum til þingmanna kjördæmisins og sjávarútvegsráðherra um að falla frá þeim áformum sem frumvarpið felur í sér. Tryggja verður til frambúðar þann veiðirétt sem hefur fylgt skelbótunum og festa þær varanlega sem heimildir þeirra skipa sem í dag nýta sér kvótann sem fylgir skelbótunum og var á sínum tíma byggður upp af heimildum sem skipin höfðu í skelkvóta.