Þjónustunámskeið fyrir ferðaþjónustuaðila
Málsnúmer 1905040
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1. fundur - 28.05.2019
Lagt fram erindi frá Margréti Polly Hansen Hauksdóttur f.h. Hótelráðgjafar sem bjóða upp á þjónustunámskeið sem stefnt er á að fara eigi fram á Fosshóteli Stykkishólmi 29. maí 2019, en markmið námskeiðsins er að kynna nýju starfsfólki fyrir íslenskri gestrisni sem og þeim alþjóðlegu stöðlum sem mikilvægt er að fara eftir. Námskeiðið er hannað til að aðstoða nýtt starfsfólk við að öðlast aukið sjálfstraust í starfi og fá skýrari sýn á hvernig hægt er að veita framúrskarandi þjónustu. Að auki er lögð áhersla á mikilvægi þess að þekkja fyrirtækið og nærumhverfi hótelsins.
Lagt fram til kynningar.