Fara í efni

Fundur um samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 1905004

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1. fundur - 28.05.2019

Stykkishólmsbær og Efling Stykkishólms boðuðu til fundar um samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu í Stykkishólmi í Amtsbókasafninu þriðjudaginn 23. apríl s.l. Markmið fundarins er að fá þá aðila sem sinna ferðaþjónustu í Stykkishólmi saman að samstarfsborði, varpa ljósi á það sem verið er að gera og horfa til framtíðar. Jafnframt að ræða um framtíðarhorfur og hvað við getum gert til að efla ferðaþjónustu í Stykkishólmi enn frekar. Frummælendur voru Ragnhildur Sigurðardóttir hjá Svæðisgarðinum Snæfellsnes sem fór yfir áhersluverkefni hjá Svæðisgarðinum, Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi í Snæfellsbæ, sem kynnti hugmyndir um sameiginlega markaðssetningu á samfélagsmiðlum fyrir allt Snæfellsnes, Hjördís Pálsdóttir, formaður Eflingar og forstöðumaður safnanna í Stykkishólmi, sem fjallaði um helstu verkefni á dagskrá Eflingar, og Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, sem fór yfir aðkomu og stefnumótun Stykkishólmbæjar í ferðaþjónustu og fyrirliggjandi verkefni. Mikil gróska og kraftur er í ferðaþjónustuaðilum í Stykkishólmi og var fundurinn vel sóttur, málefnalegur og jákvæður.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að Stykkishólmsbær og Efling séu að vinna saman að verkefnum á sviði ferðaþjónustu í Stykkishólmi.

Nefndin fagnar því hversu öflugt starf Eflingar er að verða og hvetjur Eflingu til dáða.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?