Skýrsla ráðgjafarnefndar um þörungavinnslu
Málsnúmer 1904019
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1. fundur - 28.05.2019
Ráðgjafarnefnd vegna áhuga á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi var skipuð af bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar 13. desember 2018 og var hlutverk hennar m.a. að:
- Að fara yfir og meta fyrirliggjandi gögn varðandi fyrirhugaða rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi og leggja mat á kosti og galla sem snúa að starfseminni.
- Að meta hvort auka má framtíðarverðmæti svæðisins og breytileika afurða með svæðaskiptingu þar sem leyfðar eru mismunandi aðferðir til sláttar; s.s. að rækta þörunga á línum, handtína, handslá, eða slá með vélarafli.
- Að útfæra og koma með tillögur að viðmiðum Stykkishólmsbæjar í áframhaldandi viðræðum.
Nú hefur nefndin lokið störfum sínum og liggur nú fyrir endanleg skýrsla hennar um málefnið auk skilabréfs.
Skýrslan er lögð fram til umsagnar í atvinnumálanefnd í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar þar um.
- Að fara yfir og meta fyrirliggjandi gögn varðandi fyrirhugaða rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi og leggja mat á kosti og galla sem snúa að starfseminni.
- Að meta hvort auka má framtíðarverðmæti svæðisins og breytileika afurða með svæðaskiptingu þar sem leyfðar eru mismunandi aðferðir til sláttar; s.s. að rækta þörunga á línum, handtína, handslá, eða slá með vélarafli.
- Að útfæra og koma með tillögur að viðmiðum Stykkishólmsbæjar í áframhaldandi viðræðum.
Nú hefur nefndin lokið störfum sínum og liggur nú fyrir endanleg skýrsla hennar um málefnið auk skilabréfs.
Skýrslan er lögð fram til umsagnar í atvinnumálanefnd í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar þar um.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar skýrslunni. Skýrslan er ítarleg og faglega unnin með skýrum og vel rökstuddum niðurstöðum. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir tillögur og niðurstöður ráðgjafanefndar.