Samkomulag við Íslenska Gámafélagið ehf.
Málsnúmer 1903031
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1. fundur - 28.05.2019
Bæjarstjórn fól í lok mars bæjarstjóra að gera viðauka við samning um sorphirðu við Íslenska Gámafélagið í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar, en um er að ræða samkomulag við Íslenska Gámafélagið um uppsetningu á snjalla innheimtuúrræðinu, Snjall og Snjöll, á gámasvæðinu Snoppu. Einnig að Íslenska Gámafélagið taki að sér vörslu og rekstur á svæðinu við Ögursafleggjara. Mun þessi breyting fela í sér að endurskoða þarf gjaldskrá sorphirðu, en ekki er gert ráð fyrir að hækka þurfi gjaldskrá heldur að umbreyta þurfi mælieiningum í samræmi við innleiðinguna.
Lagt er fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd minnisblað frá Íslensku Gámaþjónustunni ehf. sem að beiðni Stykkishólmbæjar leggja til breytingu á fyrirkomulagi við innheimtu og greiðslu fyrir þjónustu á gámasvæði Snoppu og umsjón og eftirlit með gömlu öskuhaugunum við Ögursafleggjara.
Sjá nánar um sorphirðu á heimasíðu Stykkishólmsbæjar:
https://www.stykkisholmur.is/thjonustan/sorphirda/
Lagt er fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd minnisblað frá Íslensku Gámaþjónustunni ehf. sem að beiðni Stykkishólmbæjar leggja til breytingu á fyrirkomulagi við innheimtu og greiðslu fyrir þjónustu á gámasvæði Snoppu og umsjón og eftirlit með gömlu öskuhaugunum við Ögursafleggjara.
Sjá nánar um sorphirðu á heimasíðu Stykkishólmsbæjar:
https://www.stykkisholmur.is/thjonustan/sorphirda/
Lagt fram til kynningar.