Vísitasía biskups
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vísiteraði Stykkishólmsprestakall mánudag og þriðjudag í liðinni viku. Með biskup í för voru aðstoðarmaður biskups sr. Þorvaldur Víðisson og prófastur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Vísitasía biskups var fyrirhuguð í mars 2020, en var frestað þegar heimsfaraldurinn skall á.
Dagskráin hófst með heimsókn í Bjarnarhöfn á mánudagsmorgun, þaðan var svo haldið í Ásbyrgi áður en biskup snæddi hádegismat með föruneyti sínu ásamt bæjarstjóra, sr. Gunnari og Áslaugu formanni sóknarnefndar. Eftir hádegi var gamla kirkjan skoðuð, dvalarheimilið heimsótt og fundað með sóknarnefnd m.a. Dagurinn endaði svo á guðsþjónustu í Stykkishólmskirkju kl. 20.
Á þriðjudeginum byrjaði biskup á heimsókn í leikskólann í Stykkishólmi og heimsótti svo kapelluna á St. Franciskusspítala áður en haldið var út í nærliggjandi sveitir.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá vísitasíunni.