Viltu efla Stykkishólm (skoðanakönnun)?
Starfshópur um eflingu atvinnulífs stendur fyrir stuttri skoðanakönnun með það að leiðarljósi að efla samfélag og byggð í Stykkishólmi. Aðeins tekur um 3-4 mínútur að svara könnuninni.
Markmiðið er að kanna hver hugur fólks er með næstu skref í atvinnumálum bæjarins og kalla fram ábendingar Stykkishólmi til framdráttar. Markmið þetta er í samræmi við erindisbréf starfshópsins um að vinna tillögur að eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi með því að greina tækifæri sem liggja í svæðisbundnum styrkleikum og leggja til aðgerðir til þess að nýta þau. Nánari upplýsingar um vinnu starfshópsins má finna á heimasíðu Stykkishólmsbæjar.
Betur sjá augu en auga og því leitum við til þín til þess að gera gott samfélag enn betra.
Könnunin er ætluð öllum íbúum Stykkishólms sem náð hafa 18 ára aldri.
Gangi þér vel og kærar þakkir.
SMELLTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í SKOÐANAKÖNNUNINNI.