Velkomin í Stykkishólm ? nýtt skilti komið upp
Eins og glöggir bæjarbúar hafa eflaust tekið eftir var skiltið við innkomuna í bæinn, sem býður íbúa og gesti velkomna í Stykkishólm, tekið niður um daginn, en það skilti var sett upp á seinnihluta síðustu aldar.
Í dag settu starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar upp nýja skiltið og var ákveðið að halda sömu staðsetningu. Kom til skoðunar að flytja skiltið ofar, nálægt bílastæðum við kirkjugarðinn, en þar sem hönnun á aðkomu og bílastæðum er ekki lokið við kirkjugarðinn var gamla staðsetningin látin halda sér.
Meðfylgjandi eru myndir af gamla og nýja skiltinu sem tala sínu máli.