Fara í efni

Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

13.01.2021
Fréttir

Stjórn Lista- og menningarsjóðs kom saman til fundar miðvikudaginn 6. janúar sl. í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 4. janúar. Alls bárust 14 umsóknir í sjóðinn.

Stjórnin fór yfir umsóknir er niðurstaða stjórnar um úthlutun þessi:

  • Hjördís Pálsdóttir - Heimatónleikar í Stykkishólmi, 150.000 kr.
    Sjóðurinn ákvað að styrkja verkefnið um kr. 150.000 fyrir þrjá tónleika eða 50.000 kr. pr. tónleika.
  • Norska húsið - Menningarviðburðir í Norska húsinu, 100.000 kr.
  • Norska húsið  - Skotthúfan, 100.000 kr.
    Þjóðbúningahátíð Norska hússins
  • Skógræktarfélag Stykkishólms  - Skoðaðu skóginn, 200.000 kr.
  • Anna Melsteð - Saga og menning Stykkishólms, 200.000 kr.
  • Anna Melsteð -  Tilraunstofa Árna Thorlacius, 100.000 kr.
  • Hollvinasamtök Dvalarheimilisins í Stykkishólmi, 100.000 kr.
    Sjóðurinn ákvað að styrkja félagið um kr. 100.000 til að halda þorrablót og/eða annan sambærilegan viðburð.
  • Kirkjukórinn, 150.000 kr.
    Sjóðurinn ákvað að veita styrk fyrir tónleikahaldi kórsins.
  • Heimir Laxdal, 200.000 kr.
    Sjóðurinn ákvað að styrkja tónleikahald um kr. 50.000 sem skipist á tvo brúsapallstónleika.
    Sjóðurinn ákvað að styrkja tónleika á Sjómannadag um kr. 75.000.
    Sjóðurinn ákvað að styrkja gerð heimildamyndar um Blúshátíðina um kr. 75.000.
  • FAS - Félag atvinnulífs í Stykkishólmi - Ýmsir viðburir, 300.000 kr.
    Sjóðurinn ákvað að styrkja félagið um kr. 300.000 vegna Skeljahátíðar, Útivistarhelgar og Jólaþorps, eða krónur 100.000 fyrir hverja hátíð.
  • Júlíana - hátíð sögu og bóka, 200.000 kr.

Hægt er að skoða fundargerð stjórnar Lista- og menningarsjóðs hér.

Getum við bætt efni síðunnar?