Fara í efni

Upptaka af samráðsfundi um sameiningu Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar

22.12.2021
Fréttir

Opinn rafrænn samráðsfundur var haldinn af samstarfsnefnd um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar í gær, þriðjudaginn 21. desember, fyrir íbúa Stykkishólms. Sambærilegur fundur fór fram með íbúum Helgafellssveitar síðastliðinn föstudag. Markmið fundanna var að kynna verkefnið sem liggur fyrir sveitarfélögunum og heyra spurningar, ábendingar og sjónarmið íbúa áður en lengra er haldið. 

Hægt er að horfa á upptöku af fundi gærdagsins með því að SMELLA HÉR.

 

ENNÞÁ MÁ KOMA ÁBENDINGUM Á FRAMFÆRI

Búið að opna fyrir rafrænt samráðskerfi á menti.com þar sem allir íbúar geta komið ábendingum sínum á framfæri. Til að taka þátt þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröðin 1228 8982 og þá opnast samráðskerfið.

Einnig er hægt að fara inn á samráðskerfið með því að elta á þessa slóð. 
https://www.menti.com/o2h6f39qry
Samstarfsnefndin hvetur íbúa til þess að mæta, kynna sér málin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samráðskerfið verður opið til 27. desember

Getum við bætt efni síðunnar?