Fara í efni

Umhverfisverðlaun 2021 - Tilnefningar um snyrtilegasta umhverfið frá íbúum

26.07.2021
Fréttir

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Stykkishólmsbæjar óskar eftir tilnefningum frá íbúum vegna umhverfisverðlauna Stykkishólmsbæjar 2021, en viðurkenningin er veitt í fyrsta sinn nú í ár og verða viðurkenningar til einstaklinga veittar í umhverfisgöngunni sem fram fer dagana 9. til 12. ágúst nk. 
Umhverfisverðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga og fyrirtækja í Stykkishólmi fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi. Við mat á snyrtilegu umhverfi verður m.a. tekið mið af hönnun garða og umhverfis, viðhaldi mannvirkja, þ.m.t. girðinga, almenna umgengni, heildarmynd, frágangi bygginga og geymslu tækja og áhalda. 
Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning til bæjarbúa um að huga vel að nærumhverfi sínu og verðlauna íbúa og fyrirtæki sem þykja skara fram úr á þessu sviði í Stykkishólmi. 
Veittar verða tvær viðurkenningar til einstaklinga og ein til fyrirtækis. Séu tilefni til þess er nefndinni heimilt að veita eina viðurkenningu til viðbótar sem taki mið af þeim tilnefningum sem berast hverju sinni. 

Stykkishólmsbær tekur við tilnefningum/ábendingum frá íbúum til og með 6. ágúst nk. á netfangið umhverfi@stykkisholmur.is

Hægt er að skoða reglur um umhverfisverðlaun Stykkishólmsbæjar hér

Getum við bætt efni síðunnar?