Umhverfis- og skipulagssvið vinnur að samræmdum kortagrunn
Starfsfólk Umhverfis- og skipulagssviðs Stykkishólms, Grundarfjarðar, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps sótti síðastliðinn föstudag námskeið í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þar sem Árni Geirsson frá ráðgjafarfyritækinu Alta leiðbeindi viðstöddum um notkun stafræna kortagrunnsins QGIS.
Framundan er spennandi vinna við að samræma kortagrunna í sveitarfélögunum, sem bæta mun aðgengi að gögnum fyrir starfsfólk sviðsins. Stafræn gögn eru mikilvægur hlekkur í uppsetningu vefsjár á heimasíðum sveitarfélaganna þar sem almenningur fær beinan aðgang að ýmsum gögnum á borð við teikningar af húsum og öðrum mannvirkjum, ýmsum mörkum, lögnum og línum og skipulagsáætlunum.
Slík vefsjá er nú þegar komin upp á heimasíðu Grundarfjarðarbæ en hún mun í framtíðinni einnig ná yfir Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp.