Fara í efni

Umfangsmiklar malbikunarframkvæmdir framundan í Stykkishólmi

12.08.2021
Fréttir

Eins og bæjarbúar hafa eflaust tekið eftir stendur nú yfir  undirbúningur fyrir umfangsmiklar malbikunarframkvæmdir í Stykkishólmi. Malbikunarframkvæmdir munu standa yfir frá föstudegi til þriðjudags en u.þ.b. 10-15.000 fermetrar verða malbikaðir í Stykkishólmi. Meðal annars verður Aðalgata malbikuð frá Bónus niður að Baldursbryggju, bílaplön við Súgandisey og við listaverkið ?á heimleið? á höfninni verða malbikuð og Sæmundarreitur verður malbikaður.

Íbúar og gestir bæjarins eru beðnir að leggja ekki bílum þannig að þeir hefti aðgang framkvæmdaaðila.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 
Getum við bætt efni síðunnar?