Tónleikar frá Stykkishólmskirkju heim í stofu
Í kvöld, 22. desember kl. 20:30, er boðið til jólatónleika heima í stofu. Tónleikarnir fara fram í Stykkishólmskirkju en verða aðgengilegir á YouTube rás Stykkishólmsbæjar. Fyrir tónleikunum stendur Gerður Silja Kristjánsdóttir með aðstoð þeirra sem fram koma á tónleikunum, en fram koma Hólmarar úr ýmsum áttum.
Um er að ræða styrktartónleika fyrir ungan dreng sem nýlega greindist með æxli í höfði og glímir ásamt fjölskyldu sinni við nýjar áskoranir. Hægt er að styrkja fjölskylduna með því að leggja inn á styrktarreikning:
Rkn. 0370-26-022315
Kt. 110695-2769
Tónleikarnir verða aðgengilegir á YouTube rás Stykkishólmsbæjar kl. 20:30 í kvöld