Tillaga að starfsleyfi fyrir urðunarstað Stykkishólmsbæjar við Ögursveg
Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi Stykkishólmsbæjar fyrir urðunarstað við Ögursveg. Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að taka á móti 500 tonnum úrgangi á ári, annars vegar óvirkum úrgangi til urðunar og hins vegar lífrænum úrgangi til jarðgerðar.
Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 17. september til og með 17. október 2021. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202008-143, umsagnir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað.
Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Tengd skjöl:
Starfsleyfistillaga
Umsókn um starfsleyfi