Tillaga að deiliskipulagi Súgandiseyjar í Stykkishólmsbæ
Á 402. fundi sínum 30. september s.l. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Súgandisey skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. SMELLTU HÉR TIL AÐ KYNNA ÞÉR TILLÖGUNA. SMELLTU HÉR TIL AÐ KYNNA ÞÉR HÚSAKÖNNUN VEGNA SÚGANDISEYJARVITA.
Markmiðið með tillögunni er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.
Deiliskipulagstillagan ásamt húsakönnun verður til sýnis á heimasíðu Stykkishólmsbæjar og í ráðhúsi bæjarins, Hafnargötu 3, frá 21. desember 2021 til 4. febrúar 2022.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri til og með 4. febrúar 2022. Þær skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni.
Kristín Þorleifsdóttir
Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar