Fara í efni

Tilkynning frá slökkviliðsstjórum á Vesturlandi

11.05.2021
Fréttir

Tilkynning frá slökkviliðsstjórum á Vesturlandi

Slökkviliðsstjórar hjá öllum slökkviliðum á Vesturlandi hafa tekið þá sameiginlegu ákvörðun að banna meðferð opins elds vegna þurrkatíðar sem nú geisar. Slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafa sammælst um að slíkt bann sé nauðsynlegt þar sem mikil eldhætta getur skapast af litlum neista.

Bann þetta er í samræmi við reglugerð nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

26. gr.
Afturköllun leyfis.
Sýslumanni er heimilt að afturkalla leyfi sem veitt eru skv. reglugerð þessari ef skilyrðum í leyfi er ekki fylgt eða ef upp koma þær aðstæður að hætta er talin geta stafað af leyfðri brennu.

Slökkviliðsstjóri getur stöðvað leyfða sinubrennu, eða að kveikt sé í bálkesti, og bannað meðferð opins elds sé það talið viðsjárvert vegna veðurs eða af öðrum öryggisástæðum.
Bann þetta tekur gildi 11.5.2021 kl. 11:00 og tekur til landsvæðis allra sveitarfélaga í umdæmi Lögreglustjórans á Vesturlandi, þ.e. Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Stykkishólmsbæjar og Dalabyggðar. Bannið gildir þar til tilkynning um afléttingu er send út. Brot varða sektum.
Slökkvilið Borgarbyggðar
Slökkvilið Akraness- og Hvalfjarðarsveitar
Slökkvilið Snæfellsbæjar
Slökkvilið Grundafjarðar
Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis
Slökkvilið Dalabyggðar

Getum við bætt efni síðunnar?