Þrettándabrennu aflýst
Ákveðið hefur verið að halda ekki þrettándabrennu í ár í ljósi aukinna samkomutakmarkana og smita í landinu. Mikilvægt er að sveitarfélög hvetji ekki til hópamyndunar heldur vinni frekar að því að fækka smitum, m.a. með því að forðast mannmergð.
Í Stykkishólmi er rík hefð fyrir þrettándabrennum og sú góða hefð verður vonandi endurvakin að ári og staðan önnur og betri en í dag.