Fara í efni

Stykkishólmsbær hvetur til þess að húsnæði í Stykkishólmi sé lánað fyrir flóttafólk

09.03.2022
Fréttir

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur skipað sérstakt aðgerðateymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu. Teymið fer með yfirstjórn aðgerða og vinnur að skipulagningu á móttöku fólks frá Úkraínu. Fjölmenningarsetur heldur utan um skráningu húsnæðis sem boðið verður flóttafólki.
Þeim sem vilja bjóða fram húsnæði er bent á að hægt er að skrá sig hér: https://www.mcc.is/is/ukraine.
Stykkishólmsbær hvetur þá sem eru með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæðisúrræði á svæðinu til þess að leggja til húsnæði til að taka við flóttafólki frá Úkarínu. Stykkishólmsbær hvetur sérstaklega stéttarfélög að bjóða fram húsnæði í þeirra eigu.
Ef þú þekkir til eða ert í samskiptum við fólk á flótta sem vill leggja leið sína til Íslands er þér bent á upplýsingasíðu Útlendingastofnunar:

Íslensk stjórnvöld fordæma ólögmæta innrás Rússlands og lýsa algjörum stuðningi við Úkraínu. Fjölmörg félagsamtök hafa einnig fordæmt innrásina, líkt og Hansasambandið, sem Stykkishólmsbær er aðili að, sem á dögunum fordæmdu innrásina (sjá hér yfirlýsingu Hansasambandsins) og lýstu samstöðu sinni með Úkraínu á sama tíma og lögð var áhersla á að halda áfram samtalinu þar sem samræður eru öruggasta leiðin til friðar.

Getum við bætt efni síðunnar?