Fara í efni

Stykkishólmsbær auglýsir eftir flokkstjórum við vinnuskóla og laus sumarstörf fyrir námsmenn

07.05.2021
Fréttir

Flokkstjórar við vinnuskóla

 Æskilegt er að umsækjendur fyrir flokkstjóra hafi náð 20 ára aldri og hafi:
? ríka þjónustulund
? góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði
? góða hæfni í mannlegum samskiptum
? stundvísi og jákvæðni
? mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki en síst ánægju af því að vinna með og leiðbeina unglingum.
Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum, taka þátt af gleði í leik og starfi og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki, leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.

 

Sumarstörf fyrir námsmenn

Stykkishólmsbær auglýsir laus sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Um er að ræða þátttöku Stykkishólmsbæjar í átaksverkefni á vegum vinnumálastofnunar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn nú í sumar í ljósi aðstæðna af völdum COVID-19. Meðal starfa eru fjölbreytt umhverfisstörf, störf sem snúa að stjórnsýslu og þjónustu við bæjarbúa, störf sem tengjast atvinnumálum og ýmis skráningarvinna. 
Störfin eru auglýst til tveggja mánaða með möguleika á lengdum starfstíma í samráði við Stykkishólmsbæ. Umsækjendur eru beðnir að skila umsóknum í tölvupóst á netfangið rikki@stykkisholmur.is, ásamt fylgiskjölum sem krafist er hér fyrir neðan, og tilgreina hvaða verkefni viðkomandi vill helst sinna. Tekið skal fram að sveigjanleiki verður milli verkefna og því verða starfmenn ekki bundnir við einstaka verkefni.

Æskilegt er að umsækjendur sé sveigjanlegir í starfi og hafi: 
? ríka þjónustulund, 
? góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði, 
? góða hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og jákvæðni 
? Ábyrgðartilfinningu og ánægju af því að vinna bænum sínum í hag. 
? Í störfum er tengjast stjórnsýslu, atvinnumálum og menningu og sögu er æskilegt að nemar hafi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og er nám sem tengist starfinu kostur. 
Forsendur og skilyrði fyrir störf námsmanna
Hér eru helstu forsendur og skilyrði fyrir þátttöku í þessu átaksverkefni sem er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar: 
1. Sveitarfélög þurfa að skapa ný störf í tengslum við sumarátaksstörf. Hefðbundin sumarafleysingarstörf eiga hér ekki við. 
2. Námsmenn þurfa að vera skráðir í nám að hausti 2021 eða verið skráðir í nám á vorönn 2021. 
3. Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir og hálfur mánuður. Miðað er við tímabilið frá 15.maí ? 15. September
4. Námsmenn þurfa að vera 18 ára (á árinu) eða eldri. 
5. Laun skulu aldrei vera lægri en gildandi kjarasamningar segja til um vegna viðkomandi starfs.
6. Ráðningarstyrkurinn nemur í mesta lagi 472.835 þúsund krónur auk framlags í lífeyrissjóð. Styrkur getur þó aldrei  numið hærri upphæð en laun starfsmanns.
7. Um ráðningar vegna þessa verkefnis gilda sömu reglur og gilda almennt um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga.
8. Árétta skal að sveitarfélag gæti að jafnræði milli kynja við ráðningar í þessi störf. 
9. Heimilt er að ráða í hlutastarf, en úthlutun verður í fjölda fullstarfandi.
10. Svara þarf öllum umsækjendum sem sækja um starf.
Störfunum er úthlutað með hliðsjón af fjölda á vinnumarkaði í hverju sveitarfélagi fyrir sig og tekið er tillit til atvinnuástands hvers sveitarfélags. Stykkishólmsbær fékk úthlutað 3 ráðningarheimildum en ef fleiri umsóknir berast verður óskað eftir auka ráðningarheimildum.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2021. 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu. 
Nánari upplýsingar um störfin veita Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, og Ríkharður Hrafnkelsson, mannauðs- og launafulltrúi, í síma 433-8100, en einnig má beina fyrirspurnum á netfangin; magnus@stykkisholmur.is og rikki@stykkisholmur.is 

 
Getum við bætt efni síðunnar?