Starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins
Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) vekja athygli á bæklingi sem gefinn var út árið 2019 og endurútgefinn 2021. Markmið bæklingsins er að ná betur til foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna og fræða þau um kosti þess að börn og ungmenni séu þátttakendur í skipulögðu íþróttastarfi á Íslandi. Niðurstöður rannsókna sýna að þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur ýmis jákvæð áhrif á líðan og hegðun ungmenna, í því sambandi má nefna: Tenglar á bæklinginn á 8 tungumálum: íslenska, arabíska, enska, filippeyska, litháíska, pólska, víetnamska, tælenska.
Í bæklingnum eru hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. M.a. eru þar upplýsingar um kosti þess að stunda reglubundna hreyfingu í skipulögðu starfi og lögð er áhersla á mikilvægi þess að foreldrar taki þátt í íþróttaiðkun og starfi barnanna.
? Þau eru líklegri til að vera heilsuhraustari og líða betur andlega, líkamlega og félagslega heldur en þau börn sem taka ekki þátt í starfinu.
? Þau fá útrás fyrir hreyfiþörf sína og nota síður tóbak, áfengi eða önnur vímuefni.
? Þau læra að takast á við sigra og töp, setja sér markmið, sýna vinnusemi og tillitsemi, vinna í hóp, virða skoðanir annarra og fara eftir reglum.
? Íþróttaiðkun ýtir undir mikilvæg gildi eins og liðsanda, einingu og umburðarlyndi.