Staða hafnarvarðar/hafnsögumanns við Stykkishólmshöfn laus til umsóknar
Staða hafnarvarðar/hafnsögumanns við Stykkishólmshöfn er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf auk bakvakta. Starfið felur í sér hafnsögu skipa um hafnarsvæðið, almenna starfssemi hafnarinnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Hafnarvörður/hafsögumaður vinnur að vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga um löndun ásamt skráningu og skýrslugerðum sem við kemur allri umferð um hafnarsvæðið og hafsögu. Gerir reikninga og sendir út til viðskiptavina. Sinnir viðhaldi og framkvæmdum á hafnarbökkum og hafnamannvirkjum eftir þörfum. Hluti af starfinu er einnig m.a. öryggiseftirlit á hafnarsvæðum, vinna að umhverfis- og öryggismálum og mengunarvörnum. Hafnarvörður/hafgsögumaður sinnir jafnframt ýmsum verkefnum, s.s. raða skipum í höfn, binda skip við bryggju og afgreiða vatn og rafmagn til skipa. Helstu verkefni og ábyrgð Mennturnar- og hæfniskröfur UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 28.FEBRÚAR 2022. Umsóknir skráist inn á alfred.is Upplýsingar um starfið veitir Jakob Björgvin bæjarstjóri í síma 433-8100, jakob@stykkisholmur.is.
Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.