Fara í efni

Spennandi störf í Stykkishólmi

22.03.2021
Fréttir

Auglýstar hafa verið lausar til umsóknar spennandi stöður í stjórnendateymi grunnskóla og tónlistarskóla í Stykkishólmi og nýtt starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála á Snæfellsnesi, en starfsstöðvar þess starfs verða í Grundarfirði og Stykkishólmi.
LAUSAR STÖÐUR Í STJÓRNENDATEYMI GRUNNSKÓLA OG TÓNLISTARSKÓLA Í STYKKISHÓLMI
Staða aðstoðarskólastjóra grunnskóla og tónlistarskóla er laus til umsóknar.  Þær breytingar verða nú á rekstri skólanna að Grunnskólinn í Stykkishólmi og Tónlistarskóli Stykkishólms verða samreknir frá upphafi skólaársins 2021-2022. Aðstoðarskólastjóri er hluti stjórnendateymis beggja skóla og staðgengill skólastjóra. Leitað er eftir leiðtoga með mikinn metnað fyrir menntun barna og unglinga og hefur öfluga faglega sýn á skólastarf beggja skóla. Í Grunnskólanum í Stykkishólmi stunda 150 nemendur nám í 1.-10. bekk. Lögð hefur verið áhersla á jákvæðan og skemmtilegan skólabrag. 
Einnig er laus staða deildarstjóra við Tónlistarskóla Stykkishólms þar sem leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir tónlistarmenntun barna og unglinga og mikilvægt er að viðkomandi sé opinn fyrir nýjungum í þróun skólans. Deildarstjóri er með kennsluskyldu og er jafnframt hluti stjórnendateymis grunnskóla og tónlistarskóla. Tónlistarskóli Stykkishólms hefur starfað óslitið frá 1964 og við hann starfar Lúðrasveit Stykkishólms sem stofnuð var 1944. Nemendur eru rétt um 100 á öllum aldri.
Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi og er bæjarstæðið einstaklega fallegt.   Um 1.200 manns búa í Stykkishólmi en bærinn er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þjónustustig er gott í Stykkishólmi og státar bæjarfélagið að ríkulegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fólk á öllum aldri og rótgrónum mennta- og menningarstofnunum. Í Stykkishólmi er aðstaða fyrir störf án staðsetningar fyrir hendi.
Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. ágúst 2021.
Nánari upplýsingar um störfin veita:

  • Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, jakob@stykkisholmur.is, S: 433 8100
  • Berglind Axelsdóttir, skólastjóri, berglind@stykk.is, S: 8953828
NÝTT STARF SVIÐSSTJÓRA UMHVERFIS- OG SKIPULAGSMÁLA Á SNÆFELLSNESI
Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit og auglýsa nýtt sameiginlegt starf sviðstjóra umhverfis- og skipulagsmála á Snæfellsnesi. Starfsstöðvar verða í Grundarfirði og Stykkishólmi. Leitað er að kraftmiklum leiðtoga til að stýra nýju sviði og leiða þróun umhverfis-, skipulags- og byggingarmála og yfirstjórn verklegra framkvæmda í samstarfi þessara fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi.
Sviðsstjóri leiðir teymi starfsfólks sem fer með skipulags- og byggingarmál, verklegar framkvæmdir, eignaumsjón og önnur áhugaverð umhverfisverkefni og stjórnsýslu málaflokksins hjá samstarfssveitarfélögunum.
Nánari upplýsingar um starfið veita:

  • Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, jakob@stykkisholmur.is, s. 433 8100 
  • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, bjorg@grundarfjordur.is, s. 430 8500

 

UMSÓKNARFRESTUR UM ÖLL STÖRFIN ER TIL OG MEÐ 14. APRÍL 2021.

Umsóknir ásamt fylgigögnum skal skilað í ráðningakerfi Alfreðs - alfred.is, en hér fyrir neðan eru hlekkir á auglýsingar um störfin í ráðningakerfi Alfreðs: 

 

Getum við bætt efni síðunnar?