Sóttvarnarráðstafanir hertar á ný
Á miðnætti tók í gildi reglugerð með hertum aðgerðum sem heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út vegna hópsmita sem komið hafa upp nú í vikunni til að hindra að COVID-19 smit breiðist út. Aðgerðirnar eru tilkomnar vegna hópsmita sem hafa verið greind sem breska afbrigði kórónuveirunnar. Það er talið meira smitandi en þau sem áður hafa greinst hér á landi. Vegna þessa hefur skólahaldi verið aflýst í grunnskólum, tónlistarskólum, framhaldsskólum og háskólum á landinu öllu. Leikskólar munu starfa áfram eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni en hún heimilar aðeins að tíu fullorðnir einstaklingar séu samankomnir í hverju sóttvarnarhólfi. Börn sem fædd eru fyrir 2015 eru undanskilin reglunum. Reglurnar sem tóku gildi á miðnætti munu gilda í þrjár vikur, eða til og með 15. apríl nk. Þá eru íbúar enn á ný minntir á að huga vel að persónubundnum smitvörnum og hvattir til að fylgja gildandi takmörkunum.
Þjónusta Stykkishólmsbæjar í ljósi hertra aðgerða: