Fara í efni

Sóttvarnarráðstafanir hertar á ný

25.03.2021
Fréttir

Á miðnætti tók í gildi reglugerð með hertum aðgerðum sem heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út vegna hópsmita sem komið hafa upp nú í vikunni til að hindra að COVID-19 smit breiðist út. Aðgerðirnar eru tilkomnar vegna hópsmita sem hafa verið greind sem breska afbrigði kórónuveirunnar. Það er talið meira smitandi en þau sem áður hafa greinst hér á landi. 

Vegna þessa hefur skólahaldi verið aflýst í grunnskólum, tónlistarskólum, framhaldsskólum og háskólum á landinu öllu. Leikskólar munu starfa áfram eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni en hún heimilar aðeins að tíu fullorðnir einstaklingar séu samankomnir í hverju sóttvarnarhólfi. Börn sem fædd eru fyrir 2015 eru undanskilin reglunum.

Reglurnar sem tóku gildi á miðnætti munu gilda í þrjár vikur, eða til og með 15. apríl nk.
Þjónusta Stykkishólmsbæjar í ljósi hertra aðgerða:

  • Skólastarf í grunnskóla og tónlistarskóla fellur niður og fóru nemendur því örlítið fyrr í páskafrí en áætlað var.
  • Sundlaugin er lokuð.
  • Allt íþróttastarf í íþróttahúsi er óheimilt sem og í líkamsræktarsal.
  • Félagsstarf eldri borgara og ungmenna fellur niður.
  • Á Dvalarheimili aldraðra eru áframhaldandi reglur um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir í gildi en nú eru engin börn, yngri en 18 ára, leyfð inn á heimilið. Einnig er fólk beðið að virða tveggja metra regluna við heimilismenn og starfsfólk þar sem þau hafa ekki fengið seinni bólusetninguna.
  • Leikskólinn og Amtsbókasafnið halda úti starfsemi en taka mið af hertum sóttvörnum.
  • Ráðhúsið er opið en minnt er á grímuskyldu.
  • Samkomur eru almennt takmarkaðar við 10 manns og einhverjar takmarkanir verða í og við verslanir. 

Þá eru íbúar enn á ný minntir á að huga vel að persónubundnum smitvörnum og hvattir til að fylgja gildandi takmörkunum.

 

 
Getum við bætt efni síðunnar?