Skoða möguleika áframeldi steinbíts í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís
Á dögunum ritaði Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd Stykkishólmsbæjar, um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða. Undir yfirlýsinguna skrifaði einnig Siggeir Pétursson fyrir hönd Hólmsins ehf. Á 411. fundi bæjarstjórnar var viljayfirlýsingin staðfest samhljóða af öllum listum í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar.
Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbíti í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís ohf. á grunni samkomulags Stykkishólmsbæjar og Matís ohf. um aukna verðmætasköpun í Stykkishólmi.
Að verkefninu standa systkinin og Hólmararnir Lára Hrönn og Siggeir Pétursbörn.
Sérstök áhersla verður lögð á greiningu vatns- og orkuþarfar og möguleika á innlendum fóðurgjafa sem fellur til við vinnslu á sjávarafurðum á svæðinu.
Samkvæmt yfirlýsingunni verður í byrjun lögð áhersla á eftirfarandi atriði:
Gefin verður út skýrsla í samvinnu við Matís ohf. að verkefni loknu þar sem fýsileika steinbítsáframeldis er metið út frá fjárhags-, markaðs, umhverfis-, tækni- og lagalegum áskorunum.
Áhersla verður lögð á sjálfbæra nýtingu auðlinda og byggja á hugmyndafræði grænna iðngarða um samnýtingu orku- og efnisstrauma.