Fara í efni

Sjómannadagshelgin í Stykkishólmi

03.06.2021
Fréttir

Á sunnudaginn kemur, 6. júní, verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víðsvegar um land. Líkt og á síðasta ári hefjast hátíðarhöldin snemma í Hólminum þegar Bæjarbandið, eins og það er kallað í daglegu tali, treður upp á plássinu kl 21:00 á laugardagskvöldinu. Sjómannalög verða í forgrunni og er fólk hvatt til að taka vel undir. Hægt er að nálgast söngtexta fyrir kvöldið hér.

DAGSKRÁ SJÓMANNADAGSRÁÐS

Laugardagurinn, 5. júní

Kl. 21:00 Kvöldvaka, Bæjarbandið spilar fram eftir kvöldi á plássinu (við Frúarhól).

Sjómannadagurinn, 6. júní 2021

Kl. 10:00 Blómsvegur lagður að minnismerki druknaðra sjómanna í kirkjugarði,
                Sigurður Páll Jónsson flytur ávarp.

Kl. 10:30 Blómsveigur lagður að minnismerkinu "Á heimleið" við Stykkishólmshöfn.

Kl. 11:00 Messa í Stykkishólmskirkju þar sem sjómaður verður heiðraður.

Lífleg helgi framundan í Stykkishólmi

Á vef visit Stykkishólmur má sjá auglýsta viðburði fyrir helgina. Þar á meðal er 20 ára afmæli Narfeyrarstofu sem býður uppá fjölskyldudagskrá á laugardeginum milli 13:30-15:00 á Frúarhól gegnt Narfeyrarstofu. Milli klukkan 16:00 og 18:00 er svo fullorðins dagskrá (18 ára aldurstakmark) þar sem boðið er uppá veitingar og tilboð í tjaldinu ásamt því að Eyjabræður halda uppi fjörinu og spila öll sín bestu lög.

Skipper Gastropub hefur einnig auglýst DJ Dodda litla frá kl. 22:00 á laugardagskvöldi, miðaverð er 1000 kr., panta þarf  miða í einkaskilaboðum á facebook síðu Skippersins með nafni, símanúmeri og kennitölu.

Sjá nánar á vefsíðu visitstykkisholmur.is

 

Getum við bætt efni síðunnar?