Samkeppni um nafn á skrifstofu- og frumkvöðlasetri í Stykkishólmi
Stjórn Suðureyja ehf. sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
Stjórn Suðureyja ehf. minnir á að frestur til að senda tillögu að nafni á skrifstofu- og frumkvöðlasetrið að Aðalgötu 10 í Stykkishólmi er til miðnættis sunnudaginn 23. maí nk. Tillögu skal skilað á netfangið samkeppni@stykkisholmur.is. Veitt verða þrenn vegleg verðlaun fyrir bestu tillögurnar að mati dómnefndar. Höfundar vinningstillögu fá í verðlaun gistingu í eina nótt fyrir tvo á Hótel Flatey ásamt morgunverði og siglingu til og frá Flatey. Önnur verðlaun er eyjasigling með áherslu á Suðureyjar og kampavín. Þriðju verðlaun er Criss-cross matar- og menningarganga um Hólminn fyrir tvo. Í dómnefnd sitja Steinunn Helgadóttir, formaður, Helgi Árnason og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar. Stefnt er að því að tilkynna um nafn og vinningshafa við opnun skrifstofu- og frumkvöðlasetursins mánudaginn 24 maí nk. kl. 15.