Sameiningakosningar framundan
Laugardaginn 26. mars fara fram kosningar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Kjörstaður í Stykkishólmi verður í Grunnskólanum og verður kjörstaður opin frá kl. 10:00 til 18:00.
Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjörskrá liggur frammi í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.
Aðsetur kjörstjórnar verður á kjörstað og hefst talning eftir að kjörstað hefur verið lokað. Verða atkvæði talin og úrslit birt á heimasíðunni helgafellssveit.is.
Um undirbúning, framkvæmdi og frágang kosninganna fer eftir lögum um kosningar nr. 5/1998 til sveitarstjórna.