Fara í efni

Óskahelgi í Hólminum

27.10.2021
Fréttir

Komandi helgi, 29.-31. október, verður mikið um að vera í Stykkishólmi en þá bjóða Hólmarar til veislu fyrir öll skilningarvit; hugleiðsla, kakóseremónía, sjósund, tónheilun, flot, náttúruhlaup, kundalini activation, dásamleg náttúra, gómsætur matur er meðal þess sem yfirgripsmikil dagskrá býður upp á.

DAGSKRÁ HELGARINNAR MÁ SJÁ HÉR:
Föstudagur 29. október
14:30 Sjósund með Hólmurum í Móvík.
16:00 - 18:00 Meðferð í Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð í vatni í umsjón Elízu Guðmunsdóttur.      
Milt og öruggt meðferðarform sem hentar öllum aldri. Hver tími er 30 mínútur í heitri laug. Hentar frá 2ja ára aldri. Gott er að mæta í þægilegum fötum til að fara í eftir á og með vatnsbrúsa. Bókanir í s. 897-0823 eða email elizagudmundsdottir@gmail.com. Allar nánari upplýsingar hjá Elízu. Ath.fjögur laus pláss
17:10 Opin Krossfit æfing í Reitnum, Reitarvegi 12.
18:00 og 20:00 Flot í sundlauginni í umsjón Elízu Guðmunsdóttur. 
Elíza er meðferðaraðili í Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð er hér að blanda saman léttri meðferð í vatni ásamt því að fljóta í heitri laug. Mæting 5-10 mínútur fyrir tímann. Hvor tími  er 1 klst. (45 mínútna flot). Bóka þarf fyrirfram - hjoddap@gmail.com. Hægt að fá flot lánað. Gott að mæta í þægilegum fötum til að fara í eftir á. Ath. 10 pláss  laus í hvorn tíma. Verð: 2000 kr.
22:00 Óvissuganga, norðurljós & skál!   *Mæting við Fosshótel. Mætið vel klædd og tilbúin í hvað sem er! Ath. 20 ára aldurstakmark.
Laugardagur 30. október
10:00 Náttúruhlaup með Þóru Bríet Pétursdóttur.
Hlaupum saman og njótum náttúrunnar í faðmi Berserkjahrauns. Allir velkomnir, hraðir og hægir hlauparar. Þóra Bríet Pétursdóttir, þaulreyndur þjálfari hjá Náttúruhlaupum mun leiða hópinn. Hún er frábær leiðtogi en ekki nóg með það getið þið verið viss um að það verður stuð og gleði ríkjandi!
11:00  Útijóga í Skógræktinni í umsjón Hildar Rutar Björnsdóttur.
Hildur Rut hefur stundað jóga frá árinu 2009. Framan af hot yoga og kröftugt jóga en undanfarið með meiri áherslu á hugarró og slökun.
Hún kláraði 200 tíma kennaranám frá Shree Yoga í janúar 2020.
Hildur Rut lét svo hjartað ráða för og leyfði ástríðu og áhugamáli að taka meira pláss í lífinu þegar hún fór af stað með *Jóga til þín* í mars s.l. og hefur bæði verið með námskeið og leitt opna tíma á eigin vegum. Hildur Rut leiddi náttúrujóga i Súgandisey á Dönskum dögum í sumar og ætlar nú að endurtaka leikinn. Hún mun leiða tíma sem hentar öllum. Flæðum í gegnum nokkrar jógastöður og teygjur og svo endar tíminn á stuttri slökun. Klæðið ykkur eftir veðri og komið gjarnan með dýnu og teppi með ef kostur er á. Nánar um Jóga til þín og Hildi Rut á Facebook og Instagram @jogatilthin

12:00 Hádegisróður með Kontiki kayakferðum, bókanir á kayak@kontiki.is. 
13:00 Tónheilun í Mandölu, Frúarstíg 7.
Í tónheilun er leitast við að ná djúpri slökun innra með okkur í róuðu og afslöppuðu umhverfi. Tónheilun er liggjandi hugleiðsla þar sem víbrandi tónar skála og gongs hjálpa okkur að ná slökun og sleppa tökum á öllu því sem gagnast okkur ekki þá stundina. Hljóðbylgjurnar smjúga inn í frumurnar okkar og opna orkustöðvar líkamans sem gerir það að verkum að við komumst í betra jafnvægi og finnum frið innra með okkur. Leiðbeinandi Erla Björg Guðrúnardóttir. Tíminn er 60 mínútur. Vinsamlegast mætið ekki seinna en 12:50. Húsið opnar kl. 12:30.
Aðgangur ókeypis. Skráning hjá info@mandala.is
14:30 Sjósund með Hólmurum í Móvík.
15:30-16:30 Brennó og klifur í íþróttahúsinu í umsjón Rebekku Ránar Karlsdóttur og Kristjáns Sveinssonar.
*18 ára aldurstakmark
17:00 og 19:00 Kundalini activation með Mörtu Dröfn. 
Kundal­ini er ind­verskt heiti á lífs­ork­unni, einnig nefnt ?Qi? eða ?Pr­ana?. Það sem er gert á þess­um viðburðum er að end­ur­vekja þessa orku innra með okk­ur og tengja okk­ur við orku­svið sem við erum öll hluti af?. 
Ath. 15 pláss  laus í hvorn tíma. Verð: 6000 kr. Bóka þarf fyrirfram - hjoddap@gmail.com.

22:00 Tónleikar á Skipper. 
Alvöru Halloween partý á Skippernum.
Svenni og Benni Brynleifs. sjá um að halda uppi brjáluðu stuði.
Sunnudagur 31. október
11:00 Hugleiðsla og kakóserimónía með Noa Vivanco í Vatnasafni. 
Frítt inn
12:00 Hádegisróður með Kontiki kayakferðum, bókanir á kayak@kontiki.is. 
 
Í boði alla helgina: 
Meðferð í Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð í íþróttamiðstöðinni.
Milt og öruggt meðferðarform sem hentar öllum aldri. Boðið er upp á meðferð á bekk. Meðferðin tekur í heildina klukkutíma. Í flestum tilvikum liggur sá er þiggur meðferðina á bekk og er fullklæddur. Hentar öllum aldri.  Bókanir í síma 8970823 eða email elizagudmundsdottir@gmail.com Allar nánari upplýsingar hjá Elízu.
Frá 28. - 30. október verður 15% afsláttur af öllum íþróttafatnaði hjá Kram.  

 

Komdu í heimsókn og upplifðu sannkallaða óskahelgi í Hólminum!

Getum við bætt efni síðunnar?