Fara í efni

Óskað eftir ábendingum við gerð fjárhagsáætlunnar

28.10.2021
Fréttir

Íbúum Stykkishólmsbæjar er nú gefin kostur á að skila inn ábendingum og tillögum vegna fjárhagsáætlunargerðar bæjarins fyrir árið 2022 og hafa með því móti tækifæri til að hafa áhrif á aðgerðir bæjarstjórnar.

Með því að opna fyrir ábendingar og tillögur vill Stykkishólmsbær stuðla að auknu íbúalýðræði. Áhugasamir einstaklingar og aðilar í Stykkishólmi sem vilja koma fram tillögum eða ábendingum varðandi fjárhagsáætlun 2022, eru hvattir til að koma þeim til skila í síðasta lagi 10. nóvember 2021 á netfangið samrad@stykkisholmur.is, eða skriflega í Ráðhúsið í Stykkishólmi.

Öllum tillögum og ábendingum er tekið fagnandi og verða lagðar fyrir bæjarráð/bæjarsjórn til að taka mið af við gerð fjárhagsáætlunnar.

Nú er tækifæri til að koma á framfæri ábendingum varðandi ný verkefni, nýjar fjárfestingar eða áhersluverkefni í starfsemi bæjarins, t.d. varðandi leikvelli, opin svæði, göngustíga, bæjarhátíðir, skipulagsmál, söfn, menningarviðburði, húsnæði og eignir Stykkishólmsbæjar eða annað sem íbúar hafa skoðanir á. Þá er einnig hvatt til þess að íbúar komi á framfæri tillögum til hagræðingar í starfsemi Stykkishólmsbæjar. 

Getum við bætt efni síðunnar?