Fara í efni

Opinn kynningar- og samráðsfundur fyrir íbúa Stykkishólms

04.10.2021
Fréttir

Opinn kynningar- og samráðsfundur fyrir íbúa Stykkishólms verður haldinn miðvikudaginn nk., 6. október, kl. 17:00 í sal Amtsbókasafnsins. Á fundinum kynnir starfshópur um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 + helstu markmið með skipan starfshópsins. Starfshópurinn óskar jafnframt eftir ábendingum sem gætu veitt starfshópnum gott veganesti. Fundurinn er opinn öllum.

Starfshópinn skipa:

 Sumarliði Ásgeirsson  fimmfiskar@gmail.com  Hanna Jónsdóttir  hannajonsdottir2@gmail.com  Ingveldur Eyþórsdóttir  ingveldur@fssf.is

 

Velkomið er að senda starfshópnum ábendingar á netföngin hér að ofan.

UM STARFSHÓPINN

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á 398. fundi sínum, 29. apríl 2021, að skipa starfshóp um stefnumótun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60+ í Stykkishólmi á grundvelli tillögu og greinargerðar þar um sem og fyrirliggjandi erindisbréfs.
Hlutverk starfshópsins er að marka heildstæða stefnu um þjónustu við aldrað fólk í Stykkishólmi til framtíðar í ljósi þeirrar breytinga sem vænta má í málefnum aldraðra vegna breyttrar aldurssamsetningu þjóðarinnar, þróunar sem er að eiga sér stað í velferðar- og heilbrigðisþjónustu og flutningi hjúkrunarheimilisins á sjúkrahúsið á árinu 2022. Þá ber starfshópnum að leggja sérstaka áherslu á húsnæðismál aldraðra í Stykkishólmi og framtíðarsýn fyrir húsnæði bæjarins að Skólastíg 14.

Til nánari upplýsinga má hér að neðan sjá erindisbréf starfshópsins ásamt tillögu og greinargerð þeirri sem samþykkt var af bæjarstjórn:

Erindisbréf starfshópur um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60+

- Tillaga bæjarstjóra um skipun starfshóps um stefnumörkun í málefnum aldraðra ásamt greinargerð

Getum við bætt efni síðunnar?