Fara í efni

Opið fyrir skráningu í Vinnuskóla Stykkishólmsbæjar

27.05.2021
Fréttir

Stykkishólmsbær býður ungmennum með lögheimili í Stykkishólmi sumarvinnu í Vinnuskólanum. 
Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrir sumarið 2021. Vinnuskólinn er fyrir ungmenni fædd árin 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008. 
Tekið er við rafrænum skráningum inn á íbúagátt Stykkishólmsbæjar en einnig er hægt að skila skráningarblöðum til skólaritara eða í móttöku Ráðhússins að Hafnargötu 3. Skráningu skal skilað, fyrir föstudaginn 4. júní 2021. Mikilvægt er að fylla skráningarformin út samviskusamlega.

HÆGT ER AÐ NÁLGAST SKRÁNINGARBLÖÐ HÉR.

Vinnuskólinn býður fyrst og fremst upp á hefðbundin umhirðustörf og að auki aðstoð á leikjanámskeiðum. Markmið Vinnuskólans er að undirbúa ungmenni fyrir vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað og skapa hollt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir ungmenni í Stykkishólmsbæ. Lögð er áhersla á samskiptareglur, ástundun, vinnusemi og virðingu gagnvart vinnu, vinnufélögum, yfirmönnum og bæjarbúum. Einnig eru kynnt grundvallaratriði í vinnubrögðum og notkun verkfæra. 

Vinnutími og launakjör

Unnið er virka daga mánudag ? föstudag, nema sérstaklega sé samið um annað. Stjórnendur Vinnuskólans munu endurskoða vinnutíma eða vinnutímabilið með hliðsjón af fjölda umsókna. Undanfarin ár hefur vinnutímabilið lengst miðað við fyrstu áætlanir. Stefnt er að eftirfarandi lágmarks vinnutíma:

Árgangar

Laun kr/klst.

Vinnutímabil

Vinnutími

2005 ( 10. bekkur)

1.703.-

7. júní - 13. ágúst

7 klst. á dag í 10 vikur frá 8:00 til 16:00

2006 ( 9. bekkur)

1.380.-

7. júní - 13. ágúst

7 klst. á dag í 10 vikur frá 8:00 til 16:00

2007 ( 8. bekkur)

1.124.-

7. júní - 16. júlí

4 klst. á dag í 6 vikur frá 8:00 til 12:00

2008 ( 7. bekkur)

886.-

7. júní - 16. júlí

4 klst. á dag í 6 vikur frá 8:00 til 12:00

 

Vinnuskólinn hefst mánudaginn 7. júni 2021, mæting við Þjónustumiðstöð, Nesvegi 7 kl. 8:00 stundvíslega. 

 
Getum við bætt efni síðunnar?