Fara í efni

Lóðin Aðalgata 16 auglýst til úthlutunar

20.08.2021
Fréttir

Lóðin Aðalgata 16 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist hún þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2021.
Lóðum er úthlutað samkvæmt úthlutunarreglum Stykkishólmsbæjar sem sjá má hér. 
Umsóknarfrestur til að skila inn umsóknum er til og með 30. ágúst 2021. Berist fleiri en ein umsókn að lokinni auglýsingu, þ.e. 30. ágúst, og uppfylli þær skilyrði framangreindra úthlutunarreglna Stykkishólmsbæjar skal hlutkesti ráða úthlutun, en eftir þann tíma skal úthluta þeim til fyrsta umsækjanda sem eftir leitar að uppfylltum skilyrðum reglnanna. 
Sækja má um lóðina/lóðirnar í íbúagátt Stykkishólmsbæjar ("Umsóknir" -> "Umsókn um lóð")
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í Ráðhúsinu, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða í síma 433-8100 eða á heimasíðu bæjarins, stykkisholmur.is.
Til upplýsinga má jafnframt sjá á þjónustusíðu umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamála yfirlit yfir aðrar lausar lóðir í Stykkishólmsbæ.

Getum við bætt efni síðunnar?