Fara í efni

Klifurveggur settur upp í íþróttamiðstöðinni

08.06.2021
Fréttir

Í síðustu viku hófst uppsetning á klifurvegg í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Kristján Sveinsson, í samstarfi við Stykkishólmsbæ, sótti um styrk í uppbyggingasjóð Vesturlands og hlaut þaðan styrk upp á 500.000 kr. Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og Kristján hafa verið í góðu sambandi við aðila sem staðið hafa í uppsetningu á klifurveggjum og nýtt veggina til tómstunda, þjálfunar og keppni, en þeir vinna nú að uppsetningunni.

Kristján gerir svo ráð fyrir að koma að stofnun klifurdeildar undir merkjum Snæfells og taka að sér þjálfun á klifri. 

Veggurinn er skemmtileg viðbót í það fjölbreytilega íþróttastarf sem unnið er í Stykkishólmi og á eftir að koma íþróttamiðstöðinni og Hólmurum að góðum notum.

Gert er ráð fyrir að veggurinn verði kominn upp og fullbúinn á næstu vikum.

 

Getum við bætt efni síðunnar?