Fara í efni

Kjörskrá liggur frammi í Ráðhúsi Stykkishólms

16.03.2022
Fréttir

Vakin er athygli á því að kjörskrá vegna sameiningakosninga 26. mars nk. liggur nú frammi í afgreiðslu í Ráðhúsi Stykkishólms, Hafnargötu 3. Opnunartími Ráðhúsins er frá kl. 10 til kl. 15 alla virka daga.
Í lögum um kosningar til sveitarstjórnar nr.5/1998 segir m.a:
Sveitarstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir er henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag. Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir þann tíma er greinir í 5. gr.
Sveitarstjórn skal enn fremur fram á kjördag leiðrétta kjörskrá ef henni berst vitneskja um andlát eða um að einhver hafi öðlast, eftir atvikum misst, íslenskt ríkisfang.

Sjá nánar á heimasíðu sameiningarverkefnisins:
https://www.helgafellssveit.is/is/upplysingar/frettir/kjorskrar-adgengilegar-almenningi-til-synis 

Getum við bætt efni síðunnar?