Fara í efni

Kjörfundir vegna sveitarstjórnarkosninga 2022

12.05.2022
Fréttir

Auglýsing um kjörfundi til sveitarstjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 14. maí 2022 í sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

  • Kjörfundur í Stykkishólmi hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00
    Kosið verður í Grunnskólanum í Stykkishólmi.
  • Kjörfundur í Helgafellssveit hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00
    Kosið verður í félagsheimilinu að Skildi.

Kosningarétt hafa allir sem eru 18 ára og eldri og eru á kjörskrá.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki

Aðsetur yfirkjörstjórnar verður í Amtsbókasafni Stykkishólms
Borgarbraut 6a á kjördag, sími yfirkjörstjórnar er 895 2558

Talning atkvæða fer fram í Amtsbókasafni Stykkishólms fyrir opnum dyrum og hefst að loknum kjörfundi.

Yfirkjörstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms
Jóhannes Eyberg Ragnarsson, Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson, Kristín Benediktsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?