Fara í efni

Jólalest frestað vegna nýsmits

08.12.2021
Fréttir

Tekin hefur verið sú varúðarráðstöfun að fresta jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms sem til stóð að aka um bæinn í dag, 8. desember, sökum þess að upp hefur komið eitt covidsmit í Stykkishólmi. Er það gert til þess að gæta fyllstu varúðar. 
Hið nýgreinda covidsmit í Stykkishólmi á rætur að rekja til smits á Höfuðborgarsvæðinu (ekki hér af svæðinu), en um er að ræða barn í grunnskóla og hefur viðkomandi barn ekki verið í skóla í þessari viku. Einstaklingar tengdir barninu hafa jafnframt haldið sig heima fyrir.

Foreldrar barna í grunnskólanum hafa verið upplýstir um stöðuna.

Í ljósi þessa er fólk jafnframt beðið að takmarka heimsóknir til íbúa dvalarheimilis og búseturéttaríbúða, þá hefur einnig verið tekin upp grímuskylda á dvalarheimilinu til að gæta fyllstu varúðar.
Fólk er beðið um að vera meðvitað um stöðuna og efla sínar persónubundnu sóttvarnir.

Getum við bætt efni síðunnar?