Fara í efni

Íbúafundir um sameiningarviðræður

15.12.2021
Fréttir

Samstarfsnefnd um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, boðar til samráðsfunda um verkefnið framundan. Fyrirhugað er að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í mars á næsta ári. 
Haldnir verða tveir fundir.

  • Samráð við íbúa Helgafellssveitar fer fram í Félagsheimilinu Skildi föstudaginn 17. desember kl. 17.00 til 18.00
  • Samráð við íbúa Stykkishólmsbæjar fer fram á rafrænum fundi þriðjudaginn 21. desember kl. 17.00 til 18.00. Hér er slóð inn á fundinn. https://us02web.zoom.us/j/87189560337 

Markmið fundanna er að kynna verkefnið framundan og heyra spurningar, ábendingar og sjónarmið íbúa áður en lengra er haldið. 

Auk fundanna er búið að opna fyrir rafrænt samráðskerfi á menti.com þar sem allir íbúar geta komið ábendingum sínum á framfæri. Til að taka þátt þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröðin 1228 8982 og þá opnast samráðskerfið.
Einnig er hægt að fara inn á samráðskerfið með því að elta á þessa slóð. 
https://www.menti.com/o2h6f39qry
Samstarfsnefndin hvetur íbúa til þess að mæta, kynna sér málin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

 
Getum við bætt efni síðunnar?