Fara í efni

Hundaeigendur athugið

25.03.2021
Fréttir

Af gefnu tilefni minnir Stykkishólmsbær á að lausaganga hunda í bæjarlandinu er með öllu óheimil skv. 15. gr. samþykktar um hundahald í Stykkishólmsbæ.

Þá er eigendum og umráðamönnum hunda einnig skylt  að gæta þess vel að hundar þeirra valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna, svo sem með stöðugu eða ítrekuðu ýlfri eða gelti. Einnig er minnt á að eigendum og umráðamönnum hunda er skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.

Getum við bætt efni síðunnar?