Fara í efni

Hrekkjavaka í Hólminum

30.10.2020
Fréttir

Hrekkjavaka verður laugardaginn 31. október en hátíðin fer sífellt vaxandi hér á landi. Á hrekkjavöku er hefð fyrir því að börn klæði sig upp í búning og gangi í hús með og fái sælgæti. Í ljósi þess að hefðinni fylgja margir snertifletir sem auðvelda smitleiðir veirunnar hefur almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hvatt fólk til að leita annara leiða til að gera sér dagamun á hrekkjavökunni.

Stykkishólmsbær hefur útbúið ratleik sem kemur í stað ?grikk eða gott?-göngu barna í ár. Ratleikurinn er hugsaður þannig að börn og fjölskyldur geti farið saman út og leitað að vissum myndum sem komið hefur verið fyrir á hverri stöð.

Upphafsstöð ratleiksins er við Grunnskólann í Stykkishólmi og verður leikurinn opinn allan laugardaginn þannig að hver og einn getur byrjað leikinn þegar best hentar.

Eflaust verður margt hræðilegt að sjá í bænum, hér er hægt að prenta út blað svo börnin geti skráð hjá sér hvað verður á vegi þeirra.

Þeir sem birta myndir á samfélagsmiðlum eru hvattir til að merkja þær með myllumerkinu: #hrekkjavakaiholminum

Munum að fara varlega.

Getum við bætt efni síðunnar?